|
:: mánudagur, mars 31, 2003 ::
Tvö atriði:
•Ég gleymdi að minnast á hinn frábæra rennilásadans.
•Þemalag ferðarinnar var Sprachkurs "deluxe"/Hip Hop Clowns & Party Rapper með þýsku rapphljómsveitinni Fünf Sterne "deluxe".
\\
Nú er að hefjast kosningaslagur NFMH. Það má ýmislegt segja um hann, og ekki allt saman fallegt. Ég held þó að ég nýti mér hið leynilega kosningafyrirkomulag, og hafi ekki mjög hátt um hvað ég ætli að kjósa. Leiðinlegast þykir mér hvað eru fá framboð, t.d. er einungis eitt framboð í Beneventum, Fréttapésa, Málfundafélag, Óðrík Algaula, Myndbandafélag (held ég). Ég skora hér með á NFMH að vera með rafræna kosningu, hún heppnaðist stórkostlega í fyrra. Einnig skora ég á alla MHinga að kjósa MEXICO, en það er fréttapésa-framboðið mitt. Ásamt mér eru Leó, Kári og Dóri DNA. Vona að við náum 100% kosningu.
\\
Fellaskóli kallar.
:: Atli 16:29 [+] :: ::
...
:: sunnudagur, mars 30, 2003 ::
Stórkostleg helgi
Er nýkominn heim af Akureyri þar sem ég dvaldi alla helgina. Skal nú sögð ferðasagan: Þannig var mál með vexti að um leið og ég heyrði af því að Söngkeppni FF skyldi haldin á Akureyri, fór ég strax að hlakka til að mæta, enda átti ég ekki von á öðru en að í bænum myndi myndast gríðarleg stemmning. Svo tilkynnti NFMH að það myndi standa fyrir ferð; brottför seinni part föstudags. Það breyttist þó og ekki var farið fyrr en á laugardagsmorgni. Ég og félagi minn Orri reiknuðum þá út að ef farið væri á laugardagsmorgni, t.d. kl. 10, væri komið til Akureyrar um kl. 16 (m/stoppi og öllu öðru rugli sem einkennir svona rútuferðir). Bröttför frá Akureyri væri svo væntanlega um hádegsibilið. Það gerir að dvöl á Akureyri væri frá ca. 16:00 til 12:00. Dvölin yrði semsagt 20 tímar, á móti 10-12 tímum í rútu. Það fannst okkur fremur slappt hlutfall og vorum á báðum áttum með hvort við ættum að skella okkur. Á fimmtudeginum tókst mér að verða okkur út um íbúð á Akureyri fyrir 7000,- krónur (frá föstudegi til sunnudags). Vinir mínir tóku vel í að bomba sér á föstudeginum og gera þetta að almennilegu ferðalagi. Svo varð úr, þrátt fyrir mótmæli foreldra sem voru fremur ósáttir við veðurspá helgarinnar.
Við lögðum upp kl. 17 á föstudeginum á hvítu kóróllunni hans Hrafnkels rauða. Eftir um fimm tíma akstur og stopp í Staðarskála, þar sem ég borgaði 650 krónur fyrir vondan beikonborgara, renndum við í hlað á Hrafnagilsstræti. Íbúðin var einkar þægileg, hentaði vel 5 manna hópi. Fljótlega heyrðist í bjórdósum opnast. Eftir nokkra bjóra hittum við Tvíburana og frænkur þeirra, og svo var stefnan tekin á miðbæinn. Þar var frekar slök stemmning, en við hittum þó marga hressa MHinga. Skemmtistaðirnir höfðu ekki upp á mikið að bjóða nema háan aðgangseyri. Við héldum okkur bara á götunum, að undanskildu stuttu stoppi á Café Amour, þar sem mér tókst að dextra barþjóninn í að láta mig hafa 4 staup á þúsundkall. Það sem einkenndi föstudagskvöldið var ölvun.
Laugardagurinn fór í þynnildi, sundferð og fremur rómantískan göngutúr niður að ísbúðinni Brynju (sem er víst mjög fræg, þó ég hafi aldrei heyrt um hana). Það var ágætur ís. Við gengum svo í bæinn eftir sjávarsíðunni, með sólina í bakið. Ég fann ákveðna stemmningu í loftinu, það voru margir á ferli, mikil ást. Ætluðum að borða á Greifanum, en þar var fullt. Greiddum svo atkvæði um hvort fullur Bauti eða Crown Chicken yrði fyrir valinu, og átti meistarinn Oddur Ástráðsson úrslitaatkvæði, en við hittum hann á kjúklingastaðnum. Svo héldum við heim, opnuðum bjóra, og stungum okkur svo á söngkeppnina. Hún var ágæt, en ég og Orri skutumst þó heim að fá okkur drykki, þegar það átti við. MHingar fannst mér bestir (í alvörunni), en aðrir góðir voru FSU og VMA. Hins vegar sigraði ósmekklegasta og eitt versta lag keppninnar, og hefur Óli Palli gengisfallið í mínum huga. En þetta er víst allt huglægt svo ég kíkti bara heim og fékk mér bjór. Síðan hringdi Oddur og við fórum í partí sem hann var staddur í. Það var ágætt, hressir MAingar og góð stemmning. Ég lærði marga dansa; bréfberann, piparkvörnina, saltarann og ég-held-nú-síður-dansinn og bjó til einn nýjan: altarisgönguna. Lenti meðal annars í fróðlegu spjalli við útúrdrukkinn Húsvíking og þjóðernissinna, sem spurði mig hvort mér þætti í lagi að útlendingar væru að hafa af Íslendingum störf. Ég játti því, og þá færði hann heimskuleg rök gegn því. Fáviti. Enda sagði strákurinn sem var með honum, einhver vinur hans, að hann væri ógeðslega leiðinlegur. Það fannst mér fyndið. En partíinu lauk, og ég og Orri fórum niðrí bæ. Svala var þar, ísköld og vesæl, svo ég lét hana hafa lyklana og hún fór heim að sofa. Í bænum var fáránlega góð stemmning og við hittum svakalega marga. Eftir mörg hæ og blessaður og dansa og annarskyns rugl, settumst við á skottið á bíl sem Andri nokkur ók, og sátum þar sem fastast allt upp á VMA. Ég var skíthræddur á tímabili, enda oft nálægt því að renna af. Inni í VMA var útilegustemmning, samt miklu betri. Við sátum þar með MSingum og höfðum það næs. Síðan átti að loka húsinu svo við ákváðum að ganga heim á leið, ásamt Kristínu og Hrafnkeli. Þau fóru að sofa, en ég og Orri vorum ekki til í það. Kíktum á Jobba & co. sem gistu í tjaldi rétt hjá okkur. Þeir sváfu. Kíktum inní tóma Íþróttahöllina og stálum risastórum dregli. Ógeðslega fyndið. Svo fórum við heim, fengum okkur hvítan rússa og í rúmið kl. 6:00. Þetta er bara short-version, en til að gefa ykkur mynd af því hversu gaman þetta var, þá er þetta fyllerí án efa á topp 10.
\\
Oddur og Jökull fá þakkir fyrir að kenna mér að opna linka í nýjum glugga.
\\
Það tók svo langan tíma að skrifa söguna, og ég er geðveikt þreyttur, svo eg læt þetta nægja í bili.
:: Atli 22:18 [+] :: ::
...
Ég er fullur á Akureyri.
:: Atli 01:21 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, mars 27, 2003 ::
Bara komin upp skoðanakönnun og hvaðeina. Stefnir augljóslega í stórveldi. Er að kanna viðhorf lesenda til áfengisdrykkju, því ég vil vita hvers kyns fólk þetta er. Ég hakaði sjálfur við 1-2x/viku. Ég er þannig maður. Ég er t.d. að fara til Akureyrar á morgun eftir skóla í fáránlega góða íbúð á Akureyri þar sem ég mun hafa það vægast sagt næs ásamt Orra, Leó, Hrafnkeli rauða (sem er nýbyrjaður með Kristínu tvíbura ..::slúðurhornið::..) og Svölu. Þar munum við dvelja fram á sunnudag í góðu yfirlæti. Förum á söngkeppnina á laugardaginn en verðum samt bara mest í því að djamma með 5000 öðrum menntaskólanemum. Djöfull verður gaman.
:: Atli 22:19 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, mars 26, 2003 ::
Félagi minn Leó Stefánsson (sem bloggaði eitt sinn á fokkoff.blogspot.com) lætur gjarnan út úr sér gullmola, og þá aðallega í skrifuðum texta, t.d. á MSN.
Dæmi:
Leó says:
sag303 er versti áfangi í heiminum
Leó says:
hann er svo vondur að ef hann væri einhverskonar matur, þá væri hann kúkur
Þetta finnst mér fyndið.
:: Atli 23:41 [+] :: ::
...
„FOKK! djöfull er ég skíta fokking ánægður með að þú sért fokking farinn að blogga; refreshaði síðuna þín 9 fokking sinnum þér til heiðurs. Vona að fokking mexico vinni, vona að þú haldir fokking áfram að blogga þar sem að ég fíla líka drulluvel að lesa blogg og geri það mjög reglulega. Svo er ég líka kominn með leið á að lesa bara ca 6 fokking blogg reglulega, þar af 2 fokking sjálfstæðismanna fokking blogg; þe. fokking stefan fokking einar og fokking bjarki fokking baxter. FOKK!“
Þetta er e-mail sem Orri sendi mér og ég er fáránlega ánægður með það.
\\
Annars er ég nýkominn heim úr Fellaskóla, Það gekk vel, við skrifuðum fáránlega góða framsöguræðu. Hitt liðið á eftir að skíta á sig úr hræðslu.
:: Atli 23:12 [+] :: ::
...
Þú ert Steingrímur J. Sigfússon:
Þú ert sannkallaður vinstri-víkingur þó að þú tapir þér stundum í mótmælunum. Hjá þér skipta hugsjónir mestu máli.
Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið
:: Atli 12:45 [+] :: ::
...
Já, og ef einhver kann að setja tengil þannig að það sem er tengt yfir á opnist í nýjum glugga, má hann endilega kenna mér það.
:: Atli 12:07 [+] :: ::
...
Ég er búinn að vera að föndra við síðuna, kominn upp teljari og tengill á umræðuvef keipdúnksins sem hefur fengið hið glæsilega nafn Gergisýki. Gergisýkina má nálgast hér að ofan hjá e-mailinu mínu og teljaranum. Það er mín von að þið, lesendur góðir, tjáið ykkur þar um hin ýmsustu málefni, og úr verði líflegur umræðuvefur sem fólk heimsækir daglega sér til gamans. Það er náttúrulega ekkert farið af stað, því að ég er ennþá sá eini sem hefur séð þessa litlu bloggsíðu, sem þó mun verða stórveldi með tíð og tíma. Ég hugsa að ég láti vita af tilvist hennar í dag.
\\
Ég er heima, þó svo að klukkan sé einungis 12. Ég elska þegar tíma falla niður. Það er svona eins og óvænt afmælisveisla eða eitthvað. Maður kvíðir fyrir erfiðum og leiðinlegum efnafræðitímum, en svo er blessaður Einarinn bara veikur, og maður getur farið heim klukkan 10:35 í staðinn fyrir að húka í einhverjum vonlausum eyðum til þess eins að fara í einn tíma seinna um daginn. Maður getur t.d. nýtt tímann í blogg.
\\
Margir bloggarar eru með komment dagsins, eða týpu dagsins, eða samhverfu dagsins. Allt gott um það að segja, þó svo vissulega sé þetta allt af misjöfnum gæðum. Ég var að hugsa um að hafa fordóma dagsins, eða kannski bara fordóma vikunnar, þar sem ég fordæmi hitt og þetta; fólk, plötur, bíómyndir, atburði, svo dæmi séu tekin. Fordómar, því ég tel að maðurinn sé aldrei í aðstöðu til að dæma fullkomlega, úrskurða um eitthvað svo enginn vafi sé á. Athugið þó að í mörgum tilfellum verða fordómarnir ekki fordómar heldur vel ígrundaðar hugsanir varðandi eitthvað ákveðið atriði, sem ég hef kynnt mér ítarlega. Það verður þó sjaldgæft.
:: Atli 12:05 [+] :: ::
...
:: þriðjudagur, mars 25, 2003 ::
Jahér.
Nú er ég að pæla í að byrja. Ég er búinn að fara svo oft á Netið upp á síðkastið og staðið sjálfan mig að því að vera í raun ekki að gera nokkurn skapaðan hlut, svo ég hugsa (vona) að bloggið geta bjargað mér úr þeim vítahring. Einnig er ég orðinn nokkuð háður því að lesa blogg annarra, og öfunda góða bloggara í raun af því hvað þeir geta skrifað skemmtilegan texta, þó efnistökin séu oft í þynnri kantinum.
\\
Eitt hefur vakið mikla athygli mína, þó svo að ég sé náttúrulega alltof seinn að tjá mig nokkuð um það, en það eru deilur milli fólks sem tengt er ræðuliði FB. Harðast virðast deila Þorbjörg (systir Gunnars Jónssonar, snillings; einnig formaður Málfundafélags NFB skilst mér) og Dóra (kærasta Guðjóns, meðlimur ræðuliðs FB). Efni deilnanna er hvort það hafi verið rétt ákvörðun að víkja Guðjóni úr stöðu frummælanda í stöðu liðsstjóra. Reyndar finnst mér nokkuð áberandi í þessum umræðum hversu litlum skilningi staða liðsstjóra mætir. Svo virðist sem deiluaðilar telji að hann geri ekki nokkurn skapaðan hlut, og hafi það eina hlutverk að kynna liðið. Það er auðvitað ekki satt (þó svo að þannig virki það jú vissulega í mörgum lélegum ræðuliðum). Liðsstjóri á í góðum ræðuliðum að vera alveg jafnmikilvægur og hinir þrír, hann er dáldið svona einsog Jerry Maguire, skiptir miklu máli en er eiginlega á bakvið tjöldin. Allavega, ég ætla ekkert að tjá mig um það hvort ég telji þetta rétta eða ranga ákvörðun (vil ekki lenda í deilunum) en einkennilegast þykir mér að stúlkurnar (sem mér skilst að séu vinkonur) deili opinberlega. Þetta væri annað ef þær þekktust ekkert sérstaklega vel, en mér þætti skrítið að rífast við einhvern vin minn opinberlega, ef okkur væri full alvara. Annars væri það frekar fyndið.
\\
Ég er að þjálfa ræðulið Fellaskóla þessa dagana. Fjórar stelpur. Við munum tala gegn nördum í einhverri innanhverfis keppni í Breiðholti. VÍ og FB kepptu um sama efni fyrir ári síðan. Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu, þær eru nú ekkert sérstaklega efnilegar blessaðar stúlkurnar. En þær vilja vel. Og ég fæ borgað.
\\
Þetta átti nú ekki að verða enn einn Morfís-lúða vefurinn, það er nóg af þeim fyrir, svo ég mun birta skoðanir mínar á hinu og þessu. Mig langar að tala um bíómynd sem ég sá um daginn sem heitir Lilya 4-ever sem hafði djúpstæð áhrif á mig, en mér finnst það eiginlega of seint, svona blogg verða að ná að fanga augnablikið. (Eða allavega þau augnablik sem fylgja í kjölfar augnabliksins)
\\
Ég, Leó, Kári og Dóri DNA erum að bjóða okkur fram til Fréttapésa undir nafninu X-MEXICO. Það finnst mér fyndið. Ég vona að vð vinnum.
\\
Nóg í bili. Vona að ég haldi áfram og einhver komi að lesa.
:: Atli 21:37 [+] :: ::
...
|