:: keipdúnkur atla bollasonar ::

:: velkomin :: bollason[hja]gmail.com :: plotusafn (gamalt) ::
[::..tenglar..::]
:: bolladóttir [>]
:: brissó [>]
:: tobbi túkall [>]
:: pjotr-beikon [>]
:: oddur [>]
:: halastjarnan erla [>]
:: steini teague [>]
:: kalli (aka sverrir) [>]
:: bragi málefnalegi [>]
:: heklurnar [>]
:: sandra sello [>]
:: dagga [>]
:: orri tomasson [>]
:: atli vidar [>]
:: doddeh [>]
:: doktor sindri [>]
:: daily photo [>]
:: ragga sturlada [>]
:: baldur.april.is [>]
:: alma [>]
:: stígur lýgur [>]
:: krummi [>]
:: heilagur hrafn [>]
:: dagar puka [>]
:: the big jko [>]
:: sólveig helgabarn [>]
:: kpt. kata litla [>]
:: sólberg [>]
:: steindór [>]
:: kommóðan [>]
:: biggi [>]
:: frikki [>]
:: herra garðar [>]
:: steinþór helgi [>]
[::..gamalt..::]
12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 10/01/2003 - 11/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008 01/01/2008 - 02/01/2008 02/01/2008 - 03/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 08/01/2008 - 09/01/2008 09/01/2008 - 10/01/2008 01/01/2009 - 02/01/2009 02/01/2009 - 03/01/2009 04/01/2009 - 05/01/2009 12/01/2009 - 01/01/2010

:: sunnudagur, apríl 30, 2006 ::

Hvernig er það, ætlar sjónvarpsstöðin Sirkus ekkert að ákveða klukkan hvað X-files eru á dagskrá? Einn daginn er þetta klukkan ellefu, þann næsta tíu, þann næsta hálftíu og einusinni byrjaði þetta ekki fyrr en á miðnætti. Ég elska Mulder og Scully og vil ekki þurfa að missa af þeim, þetta er einn af örfáum bandarískum sjónvarpsþáttum sem ég nenni að horfa á.

Annars bara ritgerðir, próf á laugardaginn, og þá er ég búinn. Verð síðan tuttuguogeins á þriðjudaginn.

Mig langar í:

* Miða á Hróarskeldu
* NordElectro
* MacBook Pro
* Einhverja flotta útgáfu af Magnolia á DVD
* Góða músík
* Lærdómsrit hins íslenzka bókmenntafélags.

:: Atli 22:10 [+] :: ::
...
:: þriðjudagur, apríl 25, 2006 ::
Jæja,
ég komst ekki yfir í úrlistaviðureignina, en þakka engu að síður öllum þeim sem studdu mig með SMS-sendingum innilega fyrir aðstoðina. Ég prísa mig bara sælan með að hafa tekið Óttar Martin, mann sem hefur gefið út allavega tvær ljóðabækur (ef ekki þrjár) og eina skáldsögu.

Sveittur á hlöðunni; ritgerðir, próf og svo framvegis, fram til 6. maí.

Svo er ég kominn í nýja hljómsveit sem ber nafnið Sprengjuhöllin. Hún mun leika á tónleikum ásamt poppgrúppunni stórgóðu Hjaltalín á Grand Rokk næstkomandi föstudagskvöld. Ég mæli með því að fólk taki sér smá frí frá lærdómi og líti á stemmninguna þar.

:: Atli 12:14 [+] :: ::
...
:: mánudagur, apríl 24, 2006 ::
Kæru veðurguðir,
í dag er 24. apríl. Þá á ekki að vera snjór.

Kæra Mamma,
til hamingju með afmælið!

Plötur
The Kinks Are the Village Green Preservation Society
1-Speed Bike: Droopy Butt Begone!

:: Atli 10:59 [+] :: ::
...
:: laugardagur, apríl 22, 2006 ::
TAKK

Þær eru ekki smávægilegar þakkirnar til ykkar, kæru keipdúnkarar! Ég komst áfram í undanúrslit í Sigurskáldinu, og nú er enn mikilvægara að hvert og eitt atkvæði skili sér á endastöð. Sendið SMSið JA L4 á símanúmerið 1900 til þess að kjósa ónefnt ljóð mitt áfram í úrslitaviðureignina, en það fylgir hér að neðan.

[án titils]

í dag
er himinninn vatn
og skýin spegilmyndir snævi þakinna fjalla.

mér sýndist ég sjá
engil á skíðum.

***

E.S. Ég veitti stórmerkilegum hlut athygli áðan. Þegar auglýsingar eru lesnar á Rás 2, þá eru þær lesnar yfir svona hallærislegu „auglýsingalagi“ (þið vitið hvaða lag ég er að tala um). Auglýsingatímar Rásar 1 og 2 eru samtengdir, en sami auglýsingatími á Rás 1 er lesinn án lagsins. Maður gat skipt á milli stöðva í miðri tilkynningu og heyrt hana bæði með laginu, og án þess. Ótrúlegt! (Hvernig ætli standi á þessu?)

Plötur
Squarepusher: Ultravisitor
Stars of the Lid: Tired Sounds of...
Stephen Malkmus: Face the Truth

:: Atli 11:10 [+] :: ::
...
:: föstudagur, apríl 21, 2006 ::
Vá, fór inn á hugsjonir.is, vefrit frjálshyggjumanna, og þetta var enn verra en ég hélt. Meiraðsegja sjóaðir pólitíkusar einsog Hafsteinn Þ. Hauksson eru að skrifa greinar sem eru lélegar - og þá er ég bara að tala um skrifin sjálf, ekki vitleysuna sem kemur fram í þeim. Meirihluti greinanna byggist á því að nota orðið „sósíalisti“ í svipaðri merkingu og „Satan“ eða „helför“ eða eitthvað slíkt. Til að gefa ykkur innsýn í heimskuna ætla ég að birta brot úr „Sósíalískum fótboltaleik“ eftir Hjört J. Guðmundsson.
Tökum eina svona einfalda samlíkingu, sósíalískan fótboltaleik. Samkvæmt sósíalismanum (sem og því afbrigði hans em kallað hefur verið jafnaðarstefna eða sósíaldemókratismi) er ekki nóg að sömu reglur gildi um bæði liðin sem taka þátt í leiknum, og að allir leikmennirnir hafi sömu réttindi, heldur er það svo að ef annað liðið hefur sigur t.d. 5-2 þá þarf að breyta stöðunni í 4-4 svo jöfnuður sé tryggður. Tökum annað dæmi. Nemendur þreyta próf í skóla og hafa eins og gengur og gerist undirbúið sig misvel fyrir það. Einn nemandi fær átta fyrir sína frammistöðu á meðan annar fær tvo. Þetta er auðvitað engan veginn í anda sósíalismans og því fá báðir nemendurnir fimm svo allir séu nú örugglega jafnir.
Fleiri gullmola má finna í „Hvor sósíalisminn er betri“ eftir Víði Smára Pétursson: „Þeir [Sjálfstæðisflokkurinn] hafa að sjálfsögðu breytt bænum til hins betra á þessum 16 árum en með hverju? Jú, með hærra útsvari og sósíalisma.“ Nú er ég ekkert fylgjandi hækkandi útsvari, en ef það hefur „breytt bænum til hins betra,“ hvað er maðurinn þá að kvarta? Takið síðan eftir hræðsluáróðursnotkuninni á orðinu „sósíalismi“.

Tékkið frekar á hugsandi.is, það er öllu vandaðra og ekki svona forheimskandi.

Plötur
Prefuse 73: Surrounded by Silence
Quasiomoto: Further Adventures of Lord Quas
Ramones: Ramones
Serena Maneesh: Serena Maneesh
Sleater-Kinney: The Woods
Shining: In the Kingdom of Kitsch You Will Be a Monster

:: Atli 16:59 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, apríl 20, 2006 ::
Mér þykir orðið partur alveg óheyrilega ljótt, og ég skil ekki að fólk kjósi að nota það í stað hins ágæta og alíslenska orðs hluti.

Plötur
Postal Service: Give Up
TV on the Radio: Return to Cookie Mountain

:: Atli 22:59 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, apríl 19, 2006 ::
Kæru vinir,
þá þarf ég á ykkar aðstoð að halda. Á síðu 36 í Fréttablaðinu birtist í dag eftir mig ónefnt ljóð sem ég bið ykkur um að kjósa áfram með því að senda SMSið JA L4 á símanúmerið 1900. Ef allt fer að óskum kemst það þá í undanúrslit Sigurskáldsins 2006, og hver veit - kannski verð ég einsog Kalli Bjarna eða Snorri ljóðaheimsins.

Kær kveðja,
Atli Bollason

E.S. Fréttablaðið fær þakkir fyrir að elda mig um tvö ár.

E.E.S.

[án titils]

í dag
er himinninn vatn
og skýin spegilmyndir snævi þakinna fjalla.

mér sýndist ég sjá
engil á skíðum.

:: Atli 10:26 [+] :: ::
...
:: sunnudagur, apríl 16, 2006 ::
GP!

+ Hvaða mynd (eða myndaröð) heitir upp á íslensku Skaðræðisgripur?

Plötur
Kinks: The Village Green Preservation Society
Isolée: We Are Monster

:: Atli 16:46 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, apríl 12, 2006 ::
Jahérna. Jakobínarína bara búnir að gera samning við Rough Trade um útgáfu á fyrstu breiðskífu. Þeir eru semsagt í hópi með Belle & Sebastian, Sufjan Stevens og fleiri ómerkum böndum. Það er ábyggilega ekki leiðinlegt að vera sextán ára gamall og í næstu Arctic Monkeys. Verður maður ekki bara að segja til hamingju?

:: Atli 13:07 [+] :: ::
...
:: mánudagur, apríl 10, 2006 ::
Tónleikarnir heppnuðust vel, við erum víst „þéttari en nokkru sinni fyrr“ og „upptökurnar hafa augljóslega gert okkur gott“ svo ég er sáttur.

Páskafríið hófst á föstudaginn. Það mun að mestu fara í upptökur og ritgerðaskrif en ég slakaði þó algjörlega á yfir helgina, helsta afrekið var að hafa lagt grunn að dómi um plötuna Return to the Sea með hljómsveitinni Islands, en hann birtist á morgun.

Í dag tókum við síðan upp smá söng áður en ég tók massíft nethangs. Í miðju nethangsi birtist Orri á MSN og við tökum upp tal í nokkrar klukkustundir. Á tímabili rúmaði samtalið sex manns í þremur heimsálfum. Ég elska tækni. Í miðju samtalinu hringdi fulltrúi Eddu útgáfu í mig og tjáði mér að ég hefði komist í úrslit í Sigurskáldinu 2006, en það er sambærileg ljóðasamkeppni og fór fram fyrir tveimur árum síðan. Þar komst ég áfram á ljóðinu „Hamingja“ sem datt þó út í fyrstu umferð (af þremur). Nú ákalla ég ykkur kæru vinir og bið ykkur um að kjósa mig áfram þegar þar að kemur, líklegast 20. apríl.

E.S. Helgi Hrafn var að segja mér að hann hefði líka komist áfram. Til hamingju Ísland!

:: Atli 18:23 [+] :: ::
...
:: föstudagur, apríl 07, 2006 ::
Það var óneitanlega dálítið sérkennileg tilfinning að skrá sig í "ritgerð til B.A. prófs" og "brautskráning í júní [2007]." Háskóli Íslands hefur farið enn hraðar hjá en Menntaskólinn við Hamrahlíð, og þó var ekki stoppað lengi við í þeirri frábæru stofnun. Allt fram streymir endalaust og svo framvegis.

Tók smá rispu á MySpace fyrir nokkrum mínútum. Það kom nefnilega í ljós að ég hafði stofnað reikning svona í mesta fárinu fyrir nokkrum mánuðum síðan en ekkert gert við hann. Ég er svosem ekkert búinn að gera, nema hvað að nú´fór ég stuttan rúnt og smellti á 'Add to friends' hjá þeim sem ég þóttist geta heilsað. Ætli það skili sér?

Svo má ekki gleyma að sjá Nortón, Mammút og Telepathetics á Grand Rokk í kvöld. 500 kall inn sem rennur óskiptur til barnaspítala Hringsins.

Plötur
Bítlarnir: Revolver, Rubber Soul, Sgt. Pepper's Lonely Heart's Club Band, A Hard Day's Night
Graham Coxon: Love Travels at Illegal Speeds
Islands: Return to the Sea
Belle and Sebastian: The Life Pursuit
Yeah Yeah Yeahs: Show Your Bones
og eitthvað fleira

:: Atli 12:37 [+] :: ::
...
:: mánudagur, apríl 03, 2006 ::

:: Atli 17:16 [+] :: ::
...
:: laugardagur, apríl 01, 2006 ::
Það er ein týpa af fólki sem fer meira í taugarnar hjá mér heldur en allar aðrar týpur. Ég kýs að kalla þá týpu sjálfumglaða nördið.

Plötur
Karate: Unsolved
Sigur Rós: Takk
Belle and Sebastian: The Life Pursuit

:: Atli 18:40 [+] :: ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
:: gestir ::
Weblog Commenting by HaloScan.com