:: keipdúnkur atla bollasonar ::

:: velkomin :: bollason[hja]gmail.com :: plotusafn (gamalt) ::
[::..tenglar..::]
:: bolladóttir [>]
:: brissó [>]
:: tobbi túkall [>]
:: pjotr-beikon [>]
:: oddur [>]
:: halastjarnan erla [>]
:: steini teague [>]
:: kalli (aka sverrir) [>]
:: bragi málefnalegi [>]
:: heklurnar [>]
:: sandra sello [>]
:: dagga [>]
:: orri tomasson [>]
:: atli vidar [>]
:: doddeh [>]
:: doktor sindri [>]
:: daily photo [>]
:: ragga sturlada [>]
:: baldur.april.is [>]
:: alma [>]
:: stígur lýgur [>]
:: krummi [>]
:: heilagur hrafn [>]
:: dagar puka [>]
:: the big jko [>]
:: sólveig helgabarn [>]
:: kpt. kata litla [>]
:: sólberg [>]
:: steindór [>]
:: kommóðan [>]
:: biggi [>]
:: frikki [>]
:: herra garðar [>]
:: steinþór helgi [>]
[::..gamalt..::]
12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 10/01/2003 - 11/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008 01/01/2008 - 02/01/2008 02/01/2008 - 03/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 08/01/2008 - 09/01/2008 09/01/2008 - 10/01/2008 01/01/2009 - 02/01/2009 02/01/2009 - 03/01/2009 04/01/2009 - 05/01/2009 12/01/2009 - 01/01/2010

:: laugardagur, mars 31, 2007 ::

Hafiði heyrt brandarann um strákana fimm sem fóru til Kaupmannahafnar til þess að gera ekki neitt?

Arcade Fire tónleikunum var aflýst á laugardaginn. Við fórum í erindisleysu til Kaupmannahafnar. En það var samt alveg fáránlega gaman - gott krú og mikið hlegið. Tímanum var varið á börum, kebab-húsum, plötubúðum og kaffihúsum. Við vorum ótrúlega afslappaðir og vorum ekkert að telja það eftir okkur þótt við værum ekki búnir að fara upp í sívalaturn eða labba niður að litlu hafmeyju (enda hef ég komið margoft til Kaupmannahafnar, búið þar, svo ég þekki hana nokkuð vel og þarf ekki að taka túristann á hana).

Er það ekki semi-hefð hjá mér að telja upp plöturnar sem ég keypti?

LP
LCD Soundsystem: Sound of Silver
My Morning Jacket: Z
Peter Bjorn and John: Writer's Block
Joanna Newsom: Ys
Deerhoof: Friend Opportunity
NEU!: NEU! 2
NEU!: NEU! 75
The Byrds: The Fifth Dimension
The Byrds: Turn! Turn! Turn!
Echo and the Bunnymen: Ocean Rain
Stars: Set Yourself on Fire
Jens Lekman: When I Said I Wanted to Be Your Dog

CD
Tortoise: A Lazarus Taxon (3CD + DVD)
Coldplay: Parachutes (!)
Ólöf Arnalds: Við og við
Air: Pocket Symphony
Four Tet: Everything Ecstatic
The Cardigans: Life
Mogwai: My Father My King (EP)
Loveninjas: The Secret of the Loveninjas
The Whitest Boy Alive: Dreams
A Complete History of Popular Music (Fjögurra diska hátíðarútgáfa sænsku útgáfunnar Labrador í tilefni hundruðustu útgáfu hennar).

Semsagt, ekkert gríðarlega ferskt, en rauneintök af fjölda platna sem ég hef verið að hlusta mikið á á iPod, eða lengi langað að eignast. Labrador-plötuna hlakka ég mjög til að drekka í mig, en eftir því sem ég eldist - því ástfangnari verð ég af indí-poppi. Mest sé ég eftir að hafa ekki nælt mér í eintak af nýju Of Montreal á vínyl. Það kemur í næstu ferð (eða pöntun).

Vikuna hef ég síðan tekið í að reyna að koma mér í raunverulegar stellingar til skriftar á BA ritgerðinni, en hún á að vera tilbúin eftir mánuð. Þetta hefst. Þetta hefst. Ég er búinn að koma mér upp mega-huggulegri aðstöðu inni í geymslu hérna í Bjarmalandi og búinn að lesa slatta síðustu daga. Stefni á að vera kominn vel á veg í næstu viku. Fyrir þá sem ekki vita er ég að skrifa um sömpl og mash-up í ljósi kenninga um hlutverk endurvinnslunnar í póstmódernismanum og kenninga um textatengsl í bókmenntum.

Í gær fór ég í gríðarlega skemmtilegt og eilítið gamaldags partí heima hjá Högna. Krökkt af fólki, dynjandi teknó, læti, gaman, breiður hópur. Ég fíla þetta alltaf betur heldur en ópersónulegan bæinn með tilheyrandi reyk og hávaða. (Reykurinn er reyndar á útleið, sem betur fer.) Í kvöld fer ég í afmæli hjá Bryndísi (sjá ágætlega heppnað kóment mitt á færslu hennar frá 25/3) og Elsu Maríu sem samfagna 25 ára afmæli sínu á Domo. Mér var sagt að bjóða öllum, svo ef þið þekkið þær eruð þið velkomin.

Í gær sá ég líka slóvenska heimspekinginn Slavoj Zizek halda fjölsóttan fyrirlestur í Öskju. Hann staðfesti það sem ég hef smám saman verið að sannfærast um: Eina stjórnmálastefnan sem er einhvers virði er marxískur lénínismi. Það var svalt að sjá náunga sem ólst upp við ógnarstjórn kommúnistaflokksins segja hreint út „ég er marxískur lénínisti“ og ég fer kannski sjálfur að svara þannig (og snúa þar með út úr) þegar fólk spyr mig hvern ég ætli að styðja í kosningunum.

Það eru allir (lesist: margir) að blogga um pólitík. Djöfull finnst mér það leiðinlegt. Fólk er mest að éta upp eftir stefnuskrám flokkanna sinna í stað þess að segja hvað því finnst í raun og veru. Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa um eitthvað sem tengist fjölmiðlum, listum, nú eða raunverulegu lífi viðkomandi.

T.d. má ég til með að ausa smá lofi yfir Moggann, sem ég skeit svo eftirminnilega yfir fyrir tveimur vikum síðan. Þótt ég sé vissulega enn þeirrar skoðunar að það hafi ekki verið rétt að stytta plötudómana, þá eru nýju dægurmenningarsíðurnar („ReykjavíkReykjavík“) virkilega vel heppnaðar og skemmtilegar aflestrar. Skipulag er allt miklu betra, stóru viðtölin spennandi og jafnvel frumleg. Gaman að sjá dóma um erlendar plötur komna aftur, og það er enginn smá fengur að „Lagalistanum“ - eina listanum sem gefur einhverja raunverulega hugmynd um vinsældir popptónlistar á landinu. Þá hefur slúðrið blessunarlega verið skorið niður. Baksíðan er vel heppnuð og gefur gott yfirlit yfir blað hvers dags. Hins vegar er fullmikil hægristybba af fréttaflutningnum þessa dagana.

:: Atli 20:24 [+] :: ::
...
:: mánudagur, mars 19, 2007 ::
Ég er farinn til Stokkhólms og Kaupmannahafnar. Heimsæki fyrst elsta bróður minn í Svíþjóð og lít síðan yfir í Danaveldi til að sjá Arcade Fire, smjatta á Kebab og drekka gulluglu ásamt fúlskeggjuðum drengjum.

:: Atli 22:38 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, mars 15, 2007 ::
Á vef mannanafnanefndar gefur m.a. að líta lista yfir nöfn sem nefndin hefur hafnað. Þeirra á meðal er nafnið Gígja. Ókei, ég var að kanna málið betur og hljóp á mig (sem er mjög vandræðalegt svona í miðju bloggi) - Gígja er í karlmannslistanum. Samt vinnur maður uppi á Fréttablaði sem heitir Freyr Gígja. Svo finnst mér sérkennilegt að nafninu Satanía hafi verið hafnað. Ég veit ekki alveg hvert ég er að fara með þessu.

Frábærir tónleikar með Sprengjuhöllinni og Hjaltalín á Hressó í gær, góð stemmning og vel mætt. Ég fæ íbúðina mína afhenta í dag. Og svo er það bara B.A. ritgerðin...

:: Atli 12:01 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, mars 08, 2007 ::
Nú er það svo að mér þykir Morgunblaðið ennþá besta dagblað á Íslandi. En mér virðist sem nokkurnveginn allar ákvarðanir sem hafa verið teknar þar undanfarna mánuði séu til þess fallnar að breyta þeirri skoðun minni og ég óttast satt best að segja stórkostlega um framtíð þessa ágæta blaðs, sem er auk þess vinnuveitandi minn (svona annað slagið).

Það er augljóst að tilkoma tveggja fríblaða breytti aðstæðum Morgunblaðsins mjög mikið. Fólk gat fengið allar helstu fréttir fyrir ekki neitt, og efnistökin voru kannski á einhvern hátt ferskari, ekki jafn stofnanaleg. Án þess að ég viti nokkuð fyrir víst get ég mér þess til að tekjur Morgunblaðsins hafi í kjölfarið dregist saman smátt og smátt og að fyrir tveim árum eða svo hafi stjórnendur hugsað með sér að einhverju þyrfti að breyta ef blaðið ætti að standa undir sér.

En það sem Mogginn átti alls alls alls ekki að gera var að færa sig nær Fréttablaðinu og Blaðinu í efnistökum og útliti. Það átti ekki að taka upp vandræðalegan borða sem er augljóslega pest að fylla upp í (Baudrillard: Var róttækur (!)), það átti ekki að skipta menningarhlutanum upp í tvo hluta sem ég hef ekki enn getað séð að sé nokkur munur á, það átti ekki að gera öftustu síðurnar svona hrikalega óspennandi og þannig fæla stóran hluta ungra lesenda sem skoða blaðið frá öftustu síðu og fram frá.

Fólki er alveg sama hvar það les hvað dóu margir á Vesturbakkanum í gær, eða hvernig flutningnum á líki Önnu Nicole Smith miðar. Fólk vill gæði, ég tala nú ekki um þegar það er að borga áskriftargjald sem það getur auðveldlega sparað sér. Þess vegna átti Mogginn að fjölga fréttaskýringum og ítarlegri úttektum og auka vægi menningarumfjöllunar margfalt (og annarrar sértækrar umfjöllunar, kannski á sviði viðskipta eða alþjóðamála, hugmyndir óskast). Af hverju er ekki hægt að gefa út menningarblað nokkrum sinnum í viku, eða taka fleiri síður undir menningu, það er allavega nóg að gerast.

Mér hefur þótt menningarumfjöllunin í Mogganum taka þeirri sem er t.d. í Fréttablaðinu fram, því að pennar hafa fengið nægt pláss til að koma skoðun sinni á framfæri - og rökstutt hana. Þeir hafa fengið rými til þess að kafa agnarögn undir yfirborðið, sett umfjöllunarefni sín í samhengi og uppfrætt lesendur. (Gleymum því ekki að fræðsla er skemmtileg.) Menningargagnrýni hefur t.d. yfirleitt verið þrepi ofar en einfaldar „mér finnst“ greinar a la internetið.

Síðasta haust var óskað eftir því að ég myndi stytta plötudóma mína niður í um 300 orð (en þeir höfðu verið frá ca. 250 orðum og upp í tæplega 900 þegar mest var). Í dag barst póstur þar sem allir gagnrýnendur voru beðnir um að skrifa ekki lengri dóma en 150 orð (þetta blogg er nú þegar þreföld sú lengd). Það gefur augaleið að þessi tilhögun verður ekki til þess að gleðja lesendur né listamenn - og ekki mig. Poppumfjöllun hefur þann stimpil á sér að hún sé léleg og grunnhyggin, og það er ekki skrítið þegar pennum er varla gefið pláss undir meira en örstutta lýsingu og „hnotskurn.“ Það er einlæg trú mín að hver einasta plata sem er gefin út sé fleiri orða virði en það, og að lesendur hafi áhuga á skoðun sérfræðinga - þó ekki nema væri til þess að vera ósammála þeim. Þá var hætt að fjalla um erlendar poppplötur fyrir tveimur árum síðan eða svo. Ég er viss um að það er mjög vinsælt efni í Fréttablaðinu - hugsið ykkur hvað það væri gaman að lesa hálfsíðudóm um nýju Arcade Fire plötuna á prenti. Hvernig væri að styðja íslenska menningarumfjöllun enn frekar og fjalla um nýafstaðna tónleika á Stúdentakjallaranum eða greina strauma og stefnur í hljómplötuútgáfu vorsins, t.d.?

Aftur á móti má benda á að Mogganum hefur tekist ágætlega upp með að innleiða blogg inn í blaðið hjá sér, og mbl.is er gríðarlega góður vefur þó að fréttirnar þar inni líti stundum út fyrir að hafa verið skrifaðar af fimm ára barni (þær eru oft uppfullar af prent- og stafsetningavillum og á mörkum hins óskiljanlega fyrir vikið). Það er snjallt að leyfa notendum að blogga um fréttir - en þar sem útlit og viðmót Moggabloggsins er fremur leiðinlegt bíð ég eftir því að þeir fari að styðja fleiri kerfi, t.d. blogspot (þótt það sé eflaust óskhyggja). Þá er Lesbókin orðin virkilega flott og skemmtileg, efnið er fjölbreytt og greinarnar vandaðar. Mér sýnist einnig að tillaga mín um að afnema stjörnugjöf á tónleikaumfjöllun hafi gengið í gegn og það hlýtur að teljast gleðiefni.

Mogginn er í ímyndarkrísu. Hann á bara að sætta sig við það að hann er ekki töff - hann er gæðalegur. Skv. auglýsingum Moggans skiptir innihaldið máli, og stjórnendur (eða ritstjórar, ég veit ekki hver ber ábyrgðina) ættu að hafa það í huga.

:: Atli 23:25 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, mars 01, 2007 ::
Squarepusher

Djöfull kann hann þetta. Djöfull kann hann þetta, maður.

Squarepusher: The Modern Bass Guitar (af Hello Everything, 2006).

:: Atli 15:35 [+] :: ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
:: gestir ::
Weblog Commenting by HaloScan.com