:: keipdúnkur atla bollasonar ::

:: velkomin :: bollason[hja]gmail.com :: plotusafn (gamalt) ::
[::..tenglar..::]
:: bolladóttir [>]
:: brissó [>]
:: tobbi túkall [>]
:: pjotr-beikon [>]
:: oddur [>]
:: halastjarnan erla [>]
:: steini teague [>]
:: kalli (aka sverrir) [>]
:: bragi málefnalegi [>]
:: heklurnar [>]
:: sandra sello [>]
:: dagga [>]
:: orri tomasson [>]
:: atli vidar [>]
:: doddeh [>]
:: doktor sindri [>]
:: daily photo [>]
:: ragga sturlada [>]
:: baldur.april.is [>]
:: alma [>]
:: stígur lýgur [>]
:: krummi [>]
:: heilagur hrafn [>]
:: dagar puka [>]
:: the big jko [>]
:: sólveig helgabarn [>]
:: kpt. kata litla [>]
:: sólberg [>]
:: steindór [>]
:: kommóðan [>]
:: biggi [>]
:: frikki [>]
:: herra garðar [>]
:: steinþór helgi [>]
[::..gamalt..::]
12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 10/01/2003 - 11/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008 01/01/2008 - 02/01/2008 02/01/2008 - 03/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 08/01/2008 - 09/01/2008 09/01/2008 - 10/01/2008 01/01/2009 - 02/01/2009 02/01/2009 - 03/01/2009 04/01/2009 - 05/01/2009 12/01/2009 - 01/01/2010

:: mánudagur, júní 26, 2006 ::

Aaaaaaææææiiiiææææíííííúúúúlala!
ISLANDS á Airwaves. Nú líst mér á.
Ég er farinn til Hróarskeldu. (Á morgun).

:: Atli 17:09 [+] :: ::
...
:: föstudagur, júní 16, 2006 ::
Ég skammast mín svo mikið; ég sagði óvart trois í staðinn fyrir tre við danska stelpu og hafði ekki geð í mér til að leiðrétta það.

:: Atli 10:41 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, júní 14, 2006 ::
2388 stig!

:: Atli 17:07 [+] :: ::
...
Nýtt met í ormnum (held ég allavega, ég hef ekki spilað þetta svo árum skiptir).

Farið yfir á www.liquidcode.org/worm.html og gáið hvort þið getið náð meira en 2379 stigum.

:: Atli 17:04 [+] :: ::
...
:: föstudagur, júní 09, 2006 ::
Sumardoðinn. Nú stafar hann m.a. af því að ég hef ekki aðgang að Neti heima hjá mér (síðasta sumar gat ég allavega sneikað mér á Net einhvers nágrannans - en þær stundir eru á bak og burt). Auk þess gefst fremur lítill tími til bloggunar þessa dagana. Ég vinn hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík frá kl. 9 á morgnana til 17 í eftirmiðdaginn. Þá labba ég heim, lít kannski í bók eða sett plötu á fóninn meðan ég hugleiði væntanlegan kvöldmat. Í gær borðaði ég vel útilátna eggjaköku með papriku, lauk, sveppum og skinku. Þetta er í rauninni fyrsta eggjakakan sem ég - baka? - og tekst virkilega, virkilega vel. Hún var fallega gullinbrún og ég var vel saddur eftir að hafa neytt hennar.

Algengur matur á borðum hjá okkur Svölu: Pasta, oftast í einhverskonar tómatsósu. Heimabökuð pizza, gjarnan með pepperoni, rjómaosti og jalapeno. Þetta tvennt er langalgengast. Þar á eftir má nefna pítu, ýmist með hakki eða skinku. Sérstaklega kann ég vel við bakaða pítu með osti og jalapeno. Mexíkóskur matur, þ.e. tortillur. Kjúklingabringur með pestofyllingu og hrísgrjónum. Kjúklingur í einhverri indverskri drullu, í miklu uppáhaldi hjá mér. Núðlur með grænmeti og kannski eggi. Einusinni keyptum við blandað hakk (sem eru afgangar af lamba-, svína- og nautakjöti) og steiktum til að hafa með pítu. Skemmst er frá því að segja að blandað hakk er álíka viðbjóðslegt og saurhakk og ég komst varla í gegnum eina pítu áður en mig langaði til að æla, bæði af viðbjóði og líka til þess að hreinsa mig að innan. Þið ykkar sem munuð brátt kynnast matseld og Bónusferðum: látið ykkur þetta verða víti til varnaðar.
En, allavega, eftir kvöldmat er ég síðan yfirleitt á einhverskonar æfingu, kannski með Nortón, Sprengjuhöllinni, Atla & Leó eða Kristínu Bergsdóttur. Bráðum munu einhver kvöldin fara í upptökur á væntanlegri plötu með DNA-manninum. Svo keipdúnkurinn endar einhvernveginn út á kanti. En hann er slakur á kantinum, svo ég kvarta svosem ekki.

Ókei, þá er komið að

CANNES 2006 FAQ

S: Hittirðu marga fræga?
S: Nei, ekkert rosalega marga. Ég sat í bíói með Willem Dafoe aka Orra Jökulssyni. Ég bauð Kevin Smith að koma á hátíðina í haust. Hann sagði mér að "take it up with the Weinstein's". Það reyndist ekki erfitt þar sem þeir voru í sama partíi. Ég smellti mynd af Sunnu Arnardóttur með gæjanum sem leikur Smith, kærasta Samönthu í Sex and the City (Jason Lewis?). Annars var það ekkert meira, held ég.

S: Fórstu í mörg partí?
S: Já, ég fór í mjög mörg partí. Sum kunna kannski ekki að hljóma spennandi, t.d. partí dönsku kvikmyndastofnunarinnar, partí sænsku kvikmyndastofnunaninnar, partí í tengslum við frumsýningu á norskri teiknimynd, partí kvikmyndahátíðarinnar í Þessaloniki o.s.frv. Þau voru samt fín. En öllu áhugaverðari voru partíin sem ég smyglaði mér inn í. Þar má nefna eftirpartí eftir frumsýninguna á Volver eftir Almodóvar, partí sem MTV stóð fyrir í risavaxinni villu uppí fjöllunum og áttræðisafmæli Hugh Hefner. Nei, ég hitti ekki Penelopé Cruz og ekki Hugh. Ég kom fremur seint í öll partíin sem ég smyglaði mér inn í, og afmælisbarnið hefur bara verið farið heim þegar ég kom að heilsa upp á hann. Sama gilti um Cruz og Almodóvar - það var bara allt búið. Ég kom líka rosalega seint í eftirpartíið eftir Babel, mynd með Brad Pitt o.fl. í aðalhlutverki. Í MTV partíinu var ábyggilega hellingur af rosalega frægu fólki sem ég bar bara ekki kennsl á því ég er svo illa að mér í hinu síbreytilega landslagi glanspoppsins.

S: Sástu einhverjar góðar myndir?
S: Já. Í Cannes eru tveir aðalflokkar, keppnisflokkurinn og Un Certain Regard flokkurinn. Það er meira en að segja það að ætla að sjá mynd í keppninni. Maður þarf að bíða heillengi í röð upp á von og óvon um að fá miða, og ef það gengur þá þarf maður að eiga smóking (eða leigja sér), því þetta eru allt Gala-sýningar. Við stóðum ekkert í því, enda er ekkert sem segir að áhugaverðustu myndirnar séu í keppnisflokknum. Þvert á móti voru flestar áhugaverðustu myndirnar sem ég sá í hinum óopinbera hliðarflokki 'Quinzane de Realisatéurs'. Þar sá ég tvær flottar franskar myndir, Les Anges Exterminatéurs og Daft Punk's Electroma. Sú síðarnefnda er, jú, eftir Daft Punk. Hún á hins vegar lítið skylt við hljómsveitina sem slíka, nema að gæjarnir sem gerðu hana eru sömu gæjar og skipa danssveitina knáu. Og hún fjallar um vélmenni. En hún var alveg frábær, rosalega flott tekin, með frábæru sándtrakki (þó að DP eigi ekkert lag í henni) og bara virkilega gott dæmi um hvernig er hægt að gera góðar myndir án þess að styðjast við Hollívúdd-módelið.

Aðrar fínar myndir sem ég sá voru hinar áströlsku Suburban Mayhem og Two Thirty 7. The House is Burning var alltílagi og sömuleiðis Volevo Solo Vivere - en hversu margar heimildarmyndir er eiginlega hægt að gera um helförina? Afturámóti var hin spænska Fantasma falleg en ekki mjög spennandi, Bled Number One frá Alsír var ótúrlega leiðinleg, en botninum var hiklaust náð með bandarísku myndinni Lying eftir M. Blash - það er líklegast ein lélegasta mynd sem ég hef séð. Fólk sá ekki einusinni ástæðu til þess að púa á hana þegar henni lauk, þess í stað var bara hlegið. (Þ.e. þeir sem nenntu að sitja alla myndina, ég hef það einhvernveginn ekki í mér að ganga út í miðri sýningu).

S: Ertu heltanaður?
S: Semi - já.

Þetta var bara alveg rosalega skemmtileg og gagnleg ferð, ég hef miklu betri tilfinningu fyrir því hvernig kvikmyndahátíðir virka og er þess fyrir utan búinn að hitta fullt af fólki sem er í svipuðum bransa og reiðubúið til að hjálpa til. Við Hafsteinn (sem vinnur með mér og fór með mér út) kynntumst rosalega fínu ensku pari - þeim Chris & Tamsin - og ég hugsa að vinfengi okkar muni vara um áraraðir, satt best að segja.

Svo leit maður náttúrulega í FNAC, þó að úrvalið hafi ekki verið neitt gríðarlegt og verðin sjúklega há. Það er bara öðruvísi að versla í útlöndum, vitiði hvað ég meina? Ég keypti bæði Day Is Done og Live in Tokyo með Brad Mehldau, The Köln Concert með Keith Jarrett, Dj-Kicks syrpuna hans Tiga, Bang Bang Rock and Roll með Art Brut (loksins á plasti!) og Chosen Lords með AFX. Svo pikkaði ég upp Getz au Go-Go með kvartettnum hans Stan Getz og safnplötuna Disco Sound Orchestral á tvær evrur hvora á götumarkaði. Svölu gaf ég Singstar ROCKS! svo úr varð mikið og hávært eftirpartí á Þórsgötunni á laugardagskvöld - enda allir í banastuði eftir Supergrass.

Varðandi Supergrass-tónleikana, þá voru þetta alveg rosalegir tónleikar, einir bestu svona hoppu-svita-syngja með-"vúhú" tónleikar sem ég hef sótt í lengri tíma. Ég sneikaði mér baksviðs að loknum tónleikum og bauð Gaz í Singstar-partíið, en hann þurfti að vakna snemma til að fljúga heim og vera viðstaddur þriggja ára afmæli dóttur sinnar. Dúlla.

Varðandi Trópík í heild sinni, þá skulum við ekki segja meira um það.

:: Atli 12:02 [+] :: ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
:: gestir ::
Weblog Commenting by HaloScan.com