:: keipdúnkur atla bollasonar ::

:: velkomin :: bollason[hja]gmail.com :: plotusafn (gamalt) ::
[::..tenglar..::]
:: bolladóttir [>]
:: brissó [>]
:: tobbi túkall [>]
:: pjotr-beikon [>]
:: oddur [>]
:: halastjarnan erla [>]
:: steini teague [>]
:: kalli (aka sverrir) [>]
:: bragi málefnalegi [>]
:: heklurnar [>]
:: sandra sello [>]
:: dagga [>]
:: orri tomasson [>]
:: atli vidar [>]
:: doddeh [>]
:: doktor sindri [>]
:: daily photo [>]
:: ragga sturlada [>]
:: baldur.april.is [>]
:: alma [>]
:: stígur lýgur [>]
:: krummi [>]
:: heilagur hrafn [>]
:: dagar puka [>]
:: the big jko [>]
:: sólveig helgabarn [>]
:: kpt. kata litla [>]
:: sólberg [>]
:: steindór [>]
:: kommóðan [>]
:: biggi [>]
:: frikki [>]
:: herra garðar [>]
:: steinþór helgi [>]
[::..gamalt..::]
12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 10/01/2003 - 11/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008 01/01/2008 - 02/01/2008 02/01/2008 - 03/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 08/01/2008 - 09/01/2008 09/01/2008 - 10/01/2008 01/01/2009 - 02/01/2009 02/01/2009 - 03/01/2009 04/01/2009 - 05/01/2009 12/01/2009 - 01/01/2010

:: sunnudagur, apríl 29, 2007 ::

Ég er að hlusta á LP5 með Autechre (1998), en það er nokkuð langt síðan ég smellti henni síðast undir geislann. Djöfull sem þetta er góð plata. Tilraunakennd danstónlist er greinilega alveg jafngóð og mér þótti hún fyrir rúmum hálfum áratug síðan.

Hlustið á Rás 1 á þriðjudaginn kl. 18:22. Þá verður þáttur sem ég bjó til og fjallar um The Big Lebowski. Þátturinn nefnist „Sá stóri.“

Ég fór í heilmikið tónleikaferðalag með Sprengjuhöllinni sem mér hefur ekki gefist tækifæri til að segja frá vegna BA-ritgerðarskrifa. Skoðið myndasafnið á samfo.is til að fá eina versjón af því hvernig stemmningin var.

:: Atli 17:50 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, apríl 26, 2007 ::
I fell in love with the first cute girl that I met
Who could appreciate George Bataille.
Standing at a Swedish festival discussing "Story of the Eye" -
Disgusting "Story of the Eye".

:: Atli 17:07 [+] :: ::
...
:: sunnudagur, apríl 15, 2007 ::
Ég er mikið að garfa í sömplum þessa dagana. Ég rakst á þessi tvö vídeó á YouTube sem svipta hulunni af Daft Punk ef ég má taka svo til orða. Þetta gengisfellir þá kannski ekki beint, þeir eru jú líklegast besta danstónlistarsveit í heimi, en þetta er það sem ég myndi kalla helvíti skæða sömplun:



Í seinna vídeóinu er einhver fáránlegur lúði sem heitir Brian að leita að sampl-hráefni, og hann hefur upp á einhverju italo-diskó-lagi þar sem „One More Time“ samplið kemur fyrir (spólið að 1:45 (-1:05) ef þið nennið ekki að hlusta á ruglið í honum).



Mig langar mjög að komast yfir þetta lag í heild sinni, þar sem þetta hljómar tryllt. (Ég gruna Brian reyndar um að hafa klippt lagið til til þess að sýna hlustendum betur fram á hvernig Daft Punk notuðu það. Ef svo er, er þetta bara enn frekar til marks um snilld drengjanna.)

Breyting kl. 20:20
Brian (eða einhver annar) er greinilega búinn að klippa „More Spell on You“ með Eddie Johns til. Upprunalega lagið má heyra hér. Þetta er langt í frá svæsið, mun frekar dæmi um möguleikana sem búa í hljóðsmalanum.

:: Atli 19:10 [+] :: ::
...
:: föstudagur, apríl 13, 2007 ::
Tónlistargagnrýnendur og unnendur takið eftir! Nýtt hugtak!

Hvernig gat ég ekki séð þetta strax? „Ný-shoegaze“ er náttúrulega glatað hugtak miðað það sem mér datt í hug í gærkvöldi. Að sjálfsögðu köllum við nýju shoegaze bylgjuna NEW-GAZE. Það rímar við shoegaze, inniheldur „new“ og er bara almennt geðveik pæling. Eftir stutt google sessjón sýnist mér líka að sé fyrstur til að nota orðið. Snilld.

Nokkur new-gaze bönd, bætið endilega á listann eða ræðið tilnefningarnar í kómentakerfi:

Serena-Maneesh
Asobi Seksu
The Twilight Sad
Douglas Hearts
M83
(Ulrich Schnauss)

:: Atli 14:08 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, apríl 12, 2007 ::
Ég á grein á Vefritinu í dag. Ágætis lesning ef þið spyrjið mig.

:: Atli 16:48 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, apríl 11, 2007 ::
Vá hvað það er til klikkað fólk. Á mbl.is er frétt um níu ára stúlku í Reykjavík sem var bitin af hundi svo sauma þurfti átta spor. Kraftlyftingamaðurinn og gáfnaljósið Emil bloggar um fréttina og kallar þetta „einhliða fréttaflutning.“
Það stendur ekkert um það hvort að stúlkan ögraði hundinum á einhvern hátt eða hver var ástæðan fyrir þessari áras. Það mætti koma meira fram um það. Fólk dæmir alltof mikið fyrirfram og væri gott að fá vandaðri fréttaflutning svo að maður geti fengið betri mynd af atburðarrásinni.
Hey, Emil! Stelpan er NÍU ÁRA!

(Við nánari athugun sýnist mér að Emil gangi ekki alveg heill til skógar, innan um færslur um kraftlyftingar má t.d. sjá eftirfarandi:
Þá er kominn laugardagur og Imma er farin til mömmu sinnar fram á mánudag, hún segist ætla að koma aftur á mánudag en ég trúi því bara þegar ég sé það miðað við hvernig vesen var seinast þegar hún fór að "heimsækja afa sinn". En það kemur bara í ljós hvað verður með þetta blessaða hjónaband okkar.
Tveim dögum seinna er Emil skilinn við konuna sína. Ótrúlegt að fylgjast með fólki lifa lífinu svona á Netinu.)

:: Atli 23:56 [+] :: ::
...
:: föstudagur, apríl 06, 2007 ::
Sá þarna mörgæsamyndina áðan. Þetta er ótrúlegt myndefni, og tilvera þessara skepna er náttúrulega með ólíkindum, en mér fannst fyrstu persónu frásögnin full tacky (ég er mörgæsamamma, ég er mörgæsapabbi, og ég er litli mörgæsaunginn...) og hefði vafalaust notið myndarinnar betur með minna banal/ljóðrænum og meira hands-on texta sem einhver gamall vinalegur karl hefði lesið.

Í fyrrakvöld horfði ég á myndina Amores Perros sem ég hafði aldrei séð áður. Það fannst mér aftur á móti mögnuð kvikmynd í nær alla staði. Sorgleg, vissulega, en mjög svöl og með alls kyns skemmtilegum kvikmyndalegum pælingum. Hundaþemað kemur vel út og raunar virðist myndin öll táknhlaðin. Það væri gaman að kafa ofan í þessa mynd einhverntímann þegar tími og tækifæri gefst.

Í dag lék ég BBC upptökuna af „Like Herod“ (Mogwai, af Government Commisions) fyrir pabba alveg ógeðslega hátt, en hann hafði leikið ýmis verk eftir Wagner fyrir mig í gærkvöldi (uppáhaldið hans er útfararmars Sigfried). „Like Herod“ er enn magnaðra í þessari útgáfu en á Young Team og ég var raunar búinn að steingleyma kraftinum sem í því býr. Þetta eru tæpar nítján mínútur, fyrstu þrjár til fjórar fara í huggulegt gítar- og bassaplokk, næstu þrjár í heavy-metal hávaða, síðan fáum við aðrar tvær af huggulegheitum áður en hlustandinn er kæfður í tíu mínútum af fídbakki og nojsi sem tekur virkilega á að hlusta á á miklum styrk. Hjartað (og maginn) fagnar þegar ósköpunum lýkur, en þetta er eins og hreinsandi athöfn og á kannski betur við á skírdag fyrir vikið.

Í kjölfarið setti ég Harmhljóðasinfóníu Góreckís undir geislann. Í fyrsta þættinum er textinn ávarp Maríu meyjar til sonar síns þar sem hann er að deyja (á krossinum, semsagt) og því við hæfa að leika verkið í dag. Þetta er kraftmikið verk og fallegt (og mjög sorglegt) og ég er að hugsa um að leika það á föstudeginum langa á hverju ári hér eftir.

Bróðursonur minn var skírður í gær - nafnið er Kolbeinn (Einarsson) - og því fór gærdagurinn að mestu í skírn og skírnarveislu hér í Bjarmalandi. Annar eldri bróðir Kolbeins, Haukur (5), gisti síðan hér í nótt og því fór gærkvöldið að stóru leyti í samvistir við hann (Super Mario 64) og sömuleiðis morgunn dagsins í dag.

Að öðru leyti hef ég reynt að sinna ritgerðinni og það gengur alveg ágætlega. Ég er kominn með tíu síður af mjög sundurlausum texta, sem verða vonandi að þrjátíu meistaralega byggðum síðum á næstu dögum. Í fyrramálið flýg ég til Ísafjarðar á Aldrei fór ég suður hátíðina, en ég efast ekki um að þar verði gaman, enda mun Sprengjuhöllin mun flytja fagra tóna sína (ATH! Ný lög á MySpace!)

Ástin mín ein, Svala, kemur svo heim á mánudaginn svo það er nóg um að vera hjá Atla gamla þessa dagana.

:: Atli 22:25 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, apríl 04, 2007 ::
Serena Maneesh er ein bólkur úr Noregi, ið av mongum er mettur at vera eitt hitt mest spennandi skandinaviska rock-navnið í nýggjari tíð. Tey spæla ógvusligan og inniligan noise rock, ið er sum ein tvørskurður úr rock-søguni, settur saman til ein oyradoyvandi og stórbæran ljóðmúr.

Já, ný-shoegaze bylgjan virðist ná langt.

:: Atli 00:28 [+] :: ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
:: gestir ::
Weblog Commenting by HaloScan.com