:: keipdúnkur atla bollasonar ::

:: velkomin :: bollason[hja]gmail.com :: plotusafn (gamalt) ::
[::..tenglar..::]
:: bolladóttir [>]
:: brissó [>]
:: tobbi túkall [>]
:: pjotr-beikon [>]
:: oddur [>]
:: halastjarnan erla [>]
:: steini teague [>]
:: kalli (aka sverrir) [>]
:: bragi málefnalegi [>]
:: heklurnar [>]
:: sandra sello [>]
:: dagga [>]
:: orri tomasson [>]
:: atli vidar [>]
:: doddeh [>]
:: doktor sindri [>]
:: daily photo [>]
:: ragga sturlada [>]
:: baldur.april.is [>]
:: alma [>]
:: stígur lýgur [>]
:: krummi [>]
:: heilagur hrafn [>]
:: dagar puka [>]
:: the big jko [>]
:: sólveig helgabarn [>]
:: kpt. kata litla [>]
:: sólberg [>]
:: steindór [>]
:: kommóðan [>]
:: biggi [>]
:: frikki [>]
:: herra garðar [>]
:: steinþór helgi [>]
[::..gamalt..::]
12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 10/01/2003 - 11/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008 01/01/2008 - 02/01/2008 02/01/2008 - 03/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 08/01/2008 - 09/01/2008 09/01/2008 - 10/01/2008 01/01/2009 - 02/01/2009 02/01/2009 - 03/01/2009 04/01/2009 - 05/01/2009 12/01/2009 - 01/01/2010

:: föstudagur, janúar 23, 2004 ::

Þetta var víst á Írlandi í ferðalagi sem Hrafnkell varð fyrir neðangreindri reynslu; en það breytir í sjálfu sér engu: reynslan er til staðar.
Ég var uppí Fellaskóla að halda smá semínar handa 15 grunnskólakrökkum um ræðumennsku og ræðukeppnir. Það var ágætt. Síðan átti ég að velja 4 manna ræðulið úr þessum hópi. Það reyndist ekkert svo erfitt; ég var reyndar með 5 stk. í huga, en einn varð að fjúka. Eftir stóðu þrjár stelpur og einn strákur. Það er spennandi verkefni að etja þessu fólki til kapps við aðra grimma grunnskólanema í keppni þar sem barist er með pennanum og orðfærninni. Plús ég fæ borgað.
Tvítugsafmæli í kvöld, sýning og FÍH djamm á morgun, afslappelsi á sunnudag. Helgin lítur vel út.

:: Atli 18:37 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, janúar 21, 2004 ::
Ég öfunda mjög Hrafnkel rauða af reynslu sem hann átti þegar hann var skiptinemi í AZ, USA. Hann var á siglingu með vinum sínum og/eða fjölskyldu. Ekki fylgir sögunni hversu stór báturinn var, né heldur hvort þetta var fljót eða stöðuvatn. Enda breytir það engu. Á siglingunni sigla þau fram hjá öðrum bát. Þar sér Hrafnkell strák sem stendur á dekki hins bátsins og lítur, að eigin sögn, nákvæmlega eins út og hann sjálfur. Strákurinn tekur greinilega eftir þessu því honum snarbregður og horfir stíft á Hrafnkel á móti. Þeir horfast í augu meðan bátarnir sigla framhjá hvor öðrum án þess að segja orð, felmtri slegnir yfir því að hafa fundið tvífara sinn.

:: Atli 22:59 [+] :: ::
...
:: laugardagur, janúar 17, 2004 ::
Á einum og hálfum sólarhring hefur mér tekist að spyrja strák sem er að útskrifast í vor hvort hann hefði verið að byrja í haust og stelpu sem var að byrja í haust hvort hún væri að útskrifast í vor. Þetta segir mér að ég sé ekki góður í að sjá út aldur fólks.
Jón Sigurðsson, fimmhundruðkallinn, minn maður, hafði þetta ekki. Enda átti ég ekki sérstaklega von á því.
Lísa í Undralandi frumsýnd í kvöld kl. 20 í Tjarnarbíói. Hún verður sýnd laugardaga, sunnudaga og fimmtudaga út mánuðinn.
12 Tónar sáu mér fyrir The Phantom Power með Super Furry Animals áðan.

:: Atli 14:41 [+] :: ::
...
:: laugardagur, janúar 10, 2004 ::
Lísa í Undralandi hefur tekið ríflegan toll af tíma mínum og hlutirnir eru farnir að gerast. Sem er skemmtilegt. Fór í afmælisveislu í smástund í gær heim til fimleikadrottningarinnar Bergþóru. Þar var sko krökkt af indí-liði, svo krökkt að stundum vissi ég ekki hvað ég átti við mig að gera. En þetta var gaman meðan það varði. Sindri Eldon vann verðlaun fyrir besta búninginn en hann var einhverskonar Evil Knievel.
•••
Ég þykist geta útbúið bráðabirgðalista yfir plötur ársins 2003; en athugið að ég á eftir að hlusta á fullt af dóti, svo þetta er allt saman miðað við daginn í dag, en ekki endanlegur sannleikur.
6 bestu plötur ársins 2003: (sem ég hef heyrt)
1. The Strokes: Room on Fire
2. Mugison: Lonely Mountain
3. The Rapture: Echoes
4. Belle & Sebastian: Dear Catastrophe Waitress
5. Mogwai: Happy Songs for Happy People
6. Yeah Yeah Yeahs: Fever to Tell

Aðrar plötur sem ég hef heyrt af árinu 2003 eiga ekki erindi inná þennan lista, t.d. Radiohad platan, Polyphonic Spree, Blur o.fl. Svo hef ég náttla ekki heyrt helling, einsog Prefuse 73, Super Furry Animals, M83, Liars, Postal Service o.fl.

:: Atli 18:49 [+] :: ::
...
:: sunnudagur, janúar 04, 2004 ::
Listar. Ég er háður þeim. Mér finnst fátt skemmtilegra en að vita hvað hinum og þessum finnst betra og verra en hitt og þetta. Hvað stóð upp úr á árinu? Hvað er besta lag í heimi? Þannig eru gamlársdagur og nýársdagur sannkallaðir lúxusdagar fyrir mig, þar sem ég fæ útrás fyrir þessa fíkn mína sem aldrei fyrr. Af Neti og dagblöðum drjúpa árslistar og ég gleypi þetta allt saman í mig. Það skiptir engu máli um hvað ræðir; plötur, bíó, bækur, arkitektúr, hönnun, auglýsingar, tíska, atburðir, djamm, blogg osfrv. Mér finnst þetta allt stórskemmtilegt.
Þó hef ég gert mér það ljóst að almenningi er næstum ómögulegt að útbúa sannfærandi árslista. Þú hreinlega verður að starfa í viðkomandi fagi til þess að hafa almennilegt yfirlit og tíma til að kynna þér flest sem er athugunar vert. Almenningur getur varla útbúið árslista fyrr en mörgum mánuðum eftir áramót, þá fyrst ættu flest kurl að vera komin til grafar og rykið sest.
Ég hef verið að reyna að púsla saman svona árslistum, en það gegnur voðalega hægt, bæði sökum þess sem ég nefndi hér að ofan, og ótrúlegri vandvirkni minni, en ég vil alls ekki gefa eitthvað út sem ég er svo kannski ekki sammála við nánari skoðun. Þó hef ég tekið saman tvo lista, annan yfir djamm og hinn yfir kvikmyndir. Athugið að kvikmyndalistinn gæti hæglega breyst þar sem ég hef ekki séð t.d. The Hours, Irréversible, Adaptation, Borg Guðs o.fl.
•••
5 bestu djömm ársins 2003: (í engri sérstakri röð)
Max Mara partíið í Kaupmannahöfn
Söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri
Stofnfundur Sona Skallagríms
Þegar við strákarnir drukkum bjór inní herberginu mínu og brutumst svo inn til Hrafnkells rauða og hræddum líftóruna úr honum
Iceland Airwaves, hvílíkt stuð að fara á skemmtilega tónleika og hitta rokkstjörnur frá New York og ganga með þeim um kirkjugarð í Reykjavík
•••
6 bestu kvikmyndir ársins 2003: (sem ég hef séð)
1. Kill Bill, Vol. 1
2. Nói Albinói
3. Lilya 4-ever
4. Dirty Pretty Things
5. Hringadróttinssaga: Hilmir snýr heim
6. Punch-Drunk Love

:: Atli 21:00 [+] :: ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
:: gestir ::
Weblog Commenting by HaloScan.com