:: keipdúnkur atla bollasonar ::

:: velkomin :: bollason[hja]gmail.com :: plotusafn (gamalt) ::
[::..tenglar..::]
:: bolladóttir [>]
:: brissó [>]
:: tobbi túkall [>]
:: pjotr-beikon [>]
:: oddur [>]
:: halastjarnan erla [>]
:: steini teague [>]
:: kalli (aka sverrir) [>]
:: bragi málefnalegi [>]
:: heklurnar [>]
:: sandra sello [>]
:: dagga [>]
:: orri tomasson [>]
:: atli vidar [>]
:: doddeh [>]
:: doktor sindri [>]
:: daily photo [>]
:: ragga sturlada [>]
:: baldur.april.is [>]
:: alma [>]
:: stígur lýgur [>]
:: krummi [>]
:: heilagur hrafn [>]
:: dagar puka [>]
:: the big jko [>]
:: sólveig helgabarn [>]
:: kpt. kata litla [>]
:: sólberg [>]
:: steindór [>]
:: kommóðan [>]
:: biggi [>]
:: frikki [>]
:: herra garðar [>]
:: steinþór helgi [>]
[::..gamalt..::]
12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 10/01/2003 - 11/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008 01/01/2008 - 02/01/2008 02/01/2008 - 03/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 08/01/2008 - 09/01/2008 09/01/2008 - 10/01/2008 01/01/2009 - 02/01/2009 02/01/2009 - 03/01/2009 04/01/2009 - 05/01/2009 12/01/2009 - 01/01/2010

:: mánudagur, desember 27, 2004 ::

Kæru félagar.
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakka lesturinn á liðnu ári.
Mín jól hafa verið gleðileg fram að þessu - en kannski dálítið frábrugðin jólum síðastliðinna ára. Stærsta ástæðan er sennilega sú að ég hef verið að vinna í Eymundsson í Kringlunni. Þannig voru dagarnir fyrir jól teknir nokkuð snemma miðað við að um væri að ræða jólafrí. Ég vaknaði um 9 á morgnana vann til tæplega níu, heilsaði þá upp á einhverja félaga, fór í stúdentsveislu eða annað slíkt, kom ekki heim til mín fyrr en um miðja nótt og svaf svo fremur lítið áður en vinnan hófst daginn eftir. Þannig var ég orðinn nokkuð lúinn á aðfangadag. Ekki svo að skilja að jólin hafi verið verri (eða betri) - bara öðruvísi. Aðfangadagur var alveg frábær, kalkúninn aldrei bragðast betur og iPodinn frá Mömmu og Pabba kom frekar sterkur inn. Einnig talsvert af skyrtum og bindum, nokkrir geisladiskar, nokkrar bækur, o.fl.
Síðan hafa það bara verið jólaboð og Popppunktur og Scrabble. Fór aftur í vinnuna í dag og verð eitthvað að vinna fram að áramótum og vonandi eitthvað eftir þau líka. Fátækir bókmenntafræðinemar og New York-farar verða víst að geta haft í sig og á einsog aðrir.
•••
Pitchforkmedia eru búnir að birta topp 50 lista sína yfir árið. Það gerðist nokkru fyrr en ég átti von á. Þannig brá mér mjög þegar ég sá þetta síðla aðfangadagskvölds. Ég mæli með því að allir sem hafa minnsta áhuga skoði hann á Pitchforkmedia.com. Singles listinn er dálítið áhugaverður, og inngangurinn sem honum fylgir. Verið er að tala um samruna „independent“-tónlistar og „mainstream/commercial“-tónlistar, m.a. í ljósi tækniframfara einsog mp3-þjöppun. T.a.m. er lagið Toxic m/ Britney Spears í þriðja sæti listans og norska poppdívan Annie vermir topp listans með Heartbeat. Þessi þróun hófst hjá Pitchforkmedia í fyrra, þá var t.d. fyrst birtur „singles“-listi og lét Hey ya! eftir toppsætið og Crazy in Love í flutningi Beyonce og Jay-Z í því þriðja ef minnið bregst mér ekki. Plötulistinn er líka áhugaverður, sérstaklega því hann kemur nokkuð á óvart. Árið 2004 var að mínu mati talsvert lakara en 2003 þegar kemur að plötuútgáfu, en á móti kemur að manni tekst aldrei að fullmelta árin fyrr en mörgum mánuðum seinna. T.d. á ég ekki plöturnar sem eru í efstu þremur sætunum. Plata Arcade Fire Funeral endaði á toppnum og er ég nú að hlusta á hana via iTunes. Þetta er mjög flott, en ég get ekki borið skynbragð á plötur án þess að eiga þær, halda á kóverinu, renna disknum í spilarann, hækka, gleyma mér og standa síðan upp og hugsa: „vá“. Sjáflur er ég að vinna að einhverskonar lista, en hann birtist á gamlársdag eða nýársdag.

:: Atli 19:02 [+] :: ::
...
:: laugardagur, desember 18, 2004 ::
Tékkið á þessu og látið sannfærast.

:: Atli 20:52 [+] :: ::
...
:: sunnudagur, desember 12, 2004 ::
Stekkjastaur kom til byggða í nótt, og ég fór líka í bæinn í nótt. Ég fór að sjá Lokbrá leika á Grandrokk og ætlaði að reyna að selja óðum Lokbrár-aðdáendum eintak af Stúfi. Haukur og tveir eiturhressir Litháar, sem hótuðu minnst tíu sinnum að drepa mig og/eða skera af mér alla útlimina, keyptu. Það er erfitt að selja hluti í nútímaþjóðfélagi ef maður er ekki með posa. Svo virðist sem reiðufé heyri sögunni til. Ekki jafnmikið og ávísanahefti samt. Hefur einhver lesandi þessa bloggs nokkurntímann átt ávísanahefti? Ef svo er, kæri lesandi, þá ertu orðinn gamall.
Ég tók próf í aðferðum og hugtökum í gær. Það var dálítið öðruvísi en maður á að venjast. Prófið var ekki nema 4 spurningar, en samt heilar þrjár klukkustundir og hefði varla mátt minna vera. En það gekk bara nokkuð vel, held ég. Þá er lokaprófið eftir á fimmtudaginn, menningarfræði samtímans. Þið verðið að afsaka ef ég verð pínulítið þungur af áhyggjum yfir ástandi hins kapítalíska heims næstu daga.
Keane eru hljósmveit ársins hjá Q. Ég verð að vera ósammála. Streets eiga plötu ársins. Ég hef ekki heryt hana. En í lok ársins mun ég birta einn feitasta lista sem þið hafið séð - svo bíðið spennt.

Plötur
Franz Ferdinand
Radiohead: Hail to the Thief
Yes: Close to the Edge
Belle and Sebastian: The Boy With the Arab Strap

:: Atli 13:51 [+] :: ::
...
:: föstudagur, desember 10, 2004 ::
Mogginn skítur frekar feitt á sig á baksíðu sinni sl. miðvikudag. Verið er að segja frá ungri konu sem var ekið á í Sandgerði fyrir um hálfum mánuði síðan. Konan heitir Kasja Blasik, er pólsk, og hefur búið hérna í fimm ár. Þar segir: „Kasja lærbrotnaði í slysinu og segist munu fá að prófa að ganga með hækjur í dag, miðvikudag. „Þegar ég verð tilbúin að ganga sjálf fæ ég að fara heim,“ segir hún á íslensku.“ Blaðamanni Morgunblaðsins finnst sérstök ástæða til þess að taka það fram að konan, sem nb. hefur búið á Íslandi í fimm ár, geti talað íslensku. Þetta er kraftaverk! Vafalítið hefur þetta verið tilraun blaðamanns til þess að vera almennilegur og jafnvel frjálslyndur - en tilraunin misheppnast skelfilega og eftir stendur mynd af manni sem afneitar eigin fordómum, sem felast fyrst og fremst í aðgreiningunni Íslendingar / útlendingar. Þetta er ekki áfellisdómur yfir blaðamanninum sjálfum heldur samfélaginu sem ól hann af sér.

Plötur
Stúfur
Yes: Fragile
µ-Ziq: Lunatic Harness
Mogwai: Happy Songs for Happy People

:: Atli 10:05 [+] :: ::
...
:: þriðjudagur, desember 07, 2004 ::
Ég hef gerst svo frægur sl. daga að hafa
a) lokið mínu fyrsta háskólaprófi. Prófið var í spænskum gullaldarbókmenntum og sérstaklega eftirtektarvert því það var munnlegt. Dæmi um spurningu: Hvaða hlutverki gegnir Anareto í El condenado por desconfiado eftir Tirso de Molina. Prófið gekk vel og spái ég 8 í þessum kúrsi.
b) hafa fengið á mig tengil (rímar næstum) af einni frægustu bloggsíðu landsins, katrinu.is. Tilefni þess að svona bóndabloggari einsog ég hlaut tengil var að ég er víst tvífari einhvers kunningja hennar Katrínar, sem ber nafnið Benni. Einnig skilst mér að þessi Benni ætli að drepa mig. Ég læt lesendum keipdúnksins eftir að dæma um líkindi okkar.
c) skrifað tvær ritgerðir, eina um einkabílaeign og skipulag Reykjavíkurborgar; hina um Þórð Haraldsson, aðalpersónu Hafsins e. Ólaf Hauk Símonarson.
d) birst á öldum ljósvakans sem sendiboði Diesel. Ég hef ekki séð auglýsinguna sjálfur, en mér er tjáð að ég virðist um 15 kg þyngri heldur en raunin sé.
e) getað rætt um nýútkomna jólaplötu, Stúf, á opinberum vettvangi. Sem fyrr hvet ég keipdúnka víðsvegar um land að næla sér í eintak. (Það er meiraðsegja hægt að kaupa diskinn á Glerártorgi Akureyrarbæjar.)
f) farið í klippingu í fyrsta sinn síðan í júlí.
g) keypt mér fullorðins-strætómiða í fyrsta skipti.
h) útbúið boðskort í afmælisveisluna mína sem er eftir fimm mánuði.
i) hlustað á eftirfarandi plötur:

Stúfur
Joy Divison: Unknown Pleasures
King Crimson: Starless and Bible Black
Sufjan Stevens: Michigan
The Microphones: The Glow Pt. 2
The Beach Boys Christmas Album
Call Him Mr. Kid: Bizarre Sofa People
Lali Puna: Faking the Books
Slowblow: Nói Albinói
Sonic Youth: Daydream Nation
Outkast: The Love Below

:: Atli 01:17 [+] :: ::
...
:: föstudagur, desember 03, 2004 ::

:: Atli 21:20 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, desember 01, 2004 ::
Bloggið mitt á þessari slóð er tveggja ára í dag. Ég hafði þó bloggað síðan snemmsumars 2002 á atlib.blogspot.com. Ég man ekki hversvegna ég ákvað að skipta um slóð. Þetta eru þá komin tvö og hálft ár, með nokkrum hléum. Ég hef nú enst lengur en margir. Ætli ég gefi þetta svo ekki alltsaman út með ævisögunni minni eftir fjörutíu ár.
•••
Ég verð að játa að ég sé nokkuð eftir Þórólfi Árnasyni borgarstjóra. Hressari og vinalegri stjórnmálamann hef ég aldrei vitað. Hann sýndi virkilega prúðmennsku og hugrekki þegar hann sagði af sér. Hann óx eiginlega alveg stórkostlega í áliti hjá mér við það eitt. Og það þegar hann er að fara. Ég sá hann stundum í bænum milli kl. þrjú og fjögur á nóttunni – bara á röltinu með konunni og alveg tilbúinn að spjalla við ölvaða borgarbúa sem vildu ræða hin og þessi mál við hann. Ég vona að hann hverfi ekki úr sviðsljósinu alveg strax.
•••
Þá er það frágengið, ég flýg til New York þann 21. marz nk. og sný aftur átta dögum seinna. Með mér í ferð verður engin önnur en hin sísvala Svala. (!) Reyndar eru þetta nákvæmlega sömu dagar og hið vinalega par Marta & Mummi verða á ferðinni, svo það er aldrei að vita nema leiðir okkar muni liggja saman. Páskunum verður semsagt eytt þarna. Þakkir fá Flugleiðir fyrir að bjóða upp á jólapakkatilboðið sitt, 29.900 kr. framogtilbaka. Við ætlum að gleypa Brooklyn og Manhattan og allt saman í okkur eftir fremsta megni. Kíkja í nokkrar plötubúðir, nokkrar fatabúðir, nokkuð marga hipp og kúl bari. Njóta lífsins.
•••
Stúfur kemur út á morgun. Til að byrja með verður hægt að fá hana hjá mér; en einnig í Smekkleysubúðinni, 12 tónum og einhverjum bókabúðum Máls og Menningar/Pennans-Eymundsson (þ.e.a.s. öllum bókabúðum borgarinnar). Ég ætla að ræða við mann hjá Skífunni á morgun upp á að þeir verði líka með diskinn. Mæðrastyrksnefnd fær hlutfallsega mest ef diskurinn er keyptur af mér, en minnst í bókabúðunum.

Plötur
Outkast: The Love Below
Lali Puna: Faking the Books
Broken Social Scene: You Forgot it in People
The Books: The Lemon of Pink
múm: Summer Make Good
Beck: Mellow Gold
Miles Davis: In a Silent Way

:: Atli 20:55 [+] :: ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
:: gestir ::
Weblog Commenting by HaloScan.com