:: keipdúnkur atla bollasonar ::

:: velkomin :: bollason[hja]gmail.com :: plotusafn (gamalt) ::
[::..tenglar..::]
:: bolladóttir [>]
:: brissó [>]
:: tobbi túkall [>]
:: pjotr-beikon [>]
:: oddur [>]
:: halastjarnan erla [>]
:: steini teague [>]
:: kalli (aka sverrir) [>]
:: bragi málefnalegi [>]
:: heklurnar [>]
:: sandra sello [>]
:: dagga [>]
:: orri tomasson [>]
:: atli vidar [>]
:: doddeh [>]
:: doktor sindri [>]
:: daily photo [>]
:: ragga sturlada [>]
:: baldur.april.is [>]
:: alma [>]
:: stígur lýgur [>]
:: krummi [>]
:: heilagur hrafn [>]
:: dagar puka [>]
:: the big jko [>]
:: sólveig helgabarn [>]
:: kpt. kata litla [>]
:: sólberg [>]
:: steindór [>]
:: kommóðan [>]
:: biggi [>]
:: frikki [>]
:: herra garðar [>]
:: steinþór helgi [>]
[::..gamalt..::]
12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 10/01/2003 - 11/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008 01/01/2008 - 02/01/2008 02/01/2008 - 03/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 08/01/2008 - 09/01/2008 09/01/2008 - 10/01/2008 01/01/2009 - 02/01/2009 02/01/2009 - 03/01/2009 04/01/2009 - 05/01/2009 12/01/2009 - 01/01/2010

:: mánudagur, september 19, 2005 ::

Allir lesa núna. Hann orðar svo vel það sem svo mörg okkar eru að hugsa.

:: Atli 20:36 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, september 07, 2005 ::
Hver er með Belle & Sebastian DVD diskinn minn?

Plötur
Animal Collective: Sung Tongs
Flís: Vottur
Brian Wilson: SMiLE
Camera Obscura: Underachievers Please Try Harder

:: Atli 19:07 [+] :: ::
...
:: sunnudagur, september 04, 2005 ::
Í gær var ég staddur á Sirkus fremur árla kvölds. Ég var að tala við Svölu og bróður minn um það hversu spúkí það væri þegar að dyravörðurinn færi úr dyrunum, því að dyrnar á Sirkus eru læstar bæði að innan og utan. Við vorum sammála um að ef út brytist eldur inni á staðnum og dyravörðurinn væri víðs fjarri gæti stórslys hlotist af. Ég bætti við: „Auk þess held ég að það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær það kvikni í Sirkus“.

Bróðir minn hringdi í mig fyrir svona hálftíma og sagði mér að það hefði komið upp eldur á Sirkus í dag. Ég og Svala löbbuðum niður eftir og sáum slökkviliðsbílana að hverfa á brott. Skemmdirnar virtust ekki stórvægilegar, mestar eftir reyk og vatn. Það kviknaði í klæðningunni utan á húsinu, og mér var tjáð að sennilega væri um að ræða íkveikju.

Skrítnar þessar tilviljanir maður.

(Skoða mynd)

:: Atli 19:10 [+] :: ::
...
:: laugardagur, september 03, 2005 ::
Þetta er 400. færslan sem ég rita á keipdúnkinn. Hún fjallar um það hversu gaman það var á Franz Ferdinand tónleikunum í gær og hvernig ég náði loks tali af bassaleikaranum Bob Hardy, sem ég var búinn að vera í tölvupóstsamskiptum við. Því miður tjáði hann mér það að hljómsveitin verði búin að gefa yfirgefa landið í kvöld og af þeim sökum mun hún ekki geta leikið í partíi í Bjarmalandi 4. Það er synd, því þeir sýndu það og sönnuðu í gær að maður þarf ekki að gera mikið til þess að setja kraftmikið rokksjóv á svið.

Plata
Franz Ferdinand: Franz Ferdinand

:: Atli 12:32 [+] :: ::
...
:: föstudagur, september 02, 2005 ::
Þó að ég hafi ekki enn heyrt frá Franz Ferdinand með hvort þeir ætli að spila heima hjá mér annað kvöld, þá held ég enn í vonina. Það er allavega ekki óhætt að blása neitt af fyrr en um sjöleytið á morgun... En ég er á leiðinni á tónleikana í kvöld. Er eitthvað fyrirpartí? Nenniði þá að bjóða mér? Djöfull er líka nýja lagið þeirra „Do You Want To?“ gott. Ekkert breakthrough, bara skemmtilegur partíslagari. Ég er að pæla í að hlusta bara á Franz Ferdinand í dag svo að ég verði massíft með á nótunum í kvöld.

Annars var Orri félagi minn að kveðja mig fyrir augnabliki síðan. Hann heldur til Kanada seinna í dag og kemur aftur einhverntímann næsta sumar. Háskólaborgin Ottawa verður hans hýsill næsta árið, en þar hyggst hann leggja stund á hjúkrunarfærðinám ásamt einhverju öðru skemmtilegu. Það verður skrítið að vera án Orra, enda er það maður sem ég get yfirleitt stólað á þegar mig langar að drekka bjór með einhverjum. Vinir mínir nær og fjær! Þetta þýðir að þið verðið að taka við þeirri ábyrgð sem hefur hvílt á herðum Orra hingað til: verið sífellt viðbúnir símtali frá mér.

Þetta er líka síðasti dagurinn minn í Grapevine búðinni, en ég held áfram að vinna hjá kvikmyndahátíðinni með skólanum, en hann hefst einmitt á mánudaginn. Ég hlakka til, enda kúrsar einsog feminískar bókmenntarannsóknir, stefnur í bókmenntafræði, ljósmyndir og texti og þýskar kvikmyndir 1975-2005 ekkert slor.

Sá raftónleika á Ellefunni í gær. Djöfull er íslenska bandið Plat fáránlega gott. Ég var alveg hrifinn af plötunni þeirra Compulsion en hún kemst ekki í hálfkvisti við live-stöffið þeirra. Það var svo mikið að gerast alltaf, og þeir náðu svo góðum balans milli hávaða og blíðra tóna að menn einsog Squarepusher og Four Tet mega fara að gæta sín.

Plötur
M83: Dead Cities, Red Seas & Lost Ghosts
Micheal Jackson: Off the Wall
Mu: Afro Finger and Gel
Yes: The Yes Album, Fragile
DJ Shadow: Endtroducing....
Jóhann Jóhannsson: Englabörn

:: Atli 12:16 [+] :: ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
:: gestir ::
Weblog Commenting by HaloScan.com