:: keipdúnkur atla bollasonar ::

:: velkomin :: bollason[hja]gmail.com :: plotusafn (gamalt) ::
[::..tenglar..::]
:: bolladóttir [>]
:: brissó [>]
:: tobbi túkall [>]
:: pjotr-beikon [>]
:: oddur [>]
:: halastjarnan erla [>]
:: steini teague [>]
:: kalli (aka sverrir) [>]
:: bragi málefnalegi [>]
:: heklurnar [>]
:: sandra sello [>]
:: dagga [>]
:: orri tomasson [>]
:: atli vidar [>]
:: doddeh [>]
:: doktor sindri [>]
:: daily photo [>]
:: ragga sturlada [>]
:: baldur.april.is [>]
:: alma [>]
:: stígur lýgur [>]
:: krummi [>]
:: heilagur hrafn [>]
:: dagar puka [>]
:: the big jko [>]
:: sólveig helgabarn [>]
:: kpt. kata litla [>]
:: sólberg [>]
:: steindór [>]
:: kommóðan [>]
:: biggi [>]
:: frikki [>]
:: herra garðar [>]
:: steinþór helgi [>]
[::..gamalt..::]
12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 10/01/2003 - 11/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008 01/01/2008 - 02/01/2008 02/01/2008 - 03/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 08/01/2008 - 09/01/2008 09/01/2008 - 10/01/2008 01/01/2009 - 02/01/2009 02/01/2009 - 03/01/2009 04/01/2009 - 05/01/2009 12/01/2009 - 01/01/2010

:: mánudagur, maí 31, 2004 ::

Góð og löng helgi afstaðin. Fór í tvær stúdentsveislur, borðaði afganga úr einni, fór einusinni í annarskonar útskriftarveislu, lék á tvennum tónleikum, fór tvisvar í bæinn, hitti fólk sem ég hef vart séð síðan í grunnskóla nokkrum sinnum, fékk tvær gjafir, sat einusinni í góðu yfirlæti á Austurvelli, fór í eitt afmælismatarboð, fékk einusinni vægt sjokk yfir hræðilegustu fréttum úr íslensku þjóðlífi fyrr og síðar, ók um á bílnum okkar alltof oft, heillaðist af fegurð kvöldsólarinnar þrisvar. Og svo hlakka ég bara til að byrja að vinna.

Plötur
Beck: Odelay
Pavement: Slanted & Enchanted
Slowblow: Nói Albinói
Andhéri: Fallegir ósigrar

:: Atli 13:31 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, maí 27, 2004 ::
Af tónleikum
Í gær fór ég að sjá hina goðsagnakenndu rokksveit Pixies troða upp í Kaplakrika. Það var vissulega mjög skemmtilegt, en ég tel að t.d. Kraftwerk tónleikarnir fyrr í mánuðinum hafi þó snert meira við mér. Krafturinn var þó til staðar og ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Öll þeirra helstu lög (sem ég þekki allavega til, og skv. nýútkomnu best-of safni, Wave of Mutilation) voru tekin, að undanskildu Is She Weird, sem ég hefði viljað heyra. Kim Deal bassaleikari brosti allan tímann og Frank Black söngvari/gítarleikari var líka feitur allan tímann. Til þess að njóta þessara tónleika sem allra best hefði ég þurft að vera fæddur um eða eftir 1970, því það var jú um 1990 sem fræðgarsól Pixies skein hvað mest. Og ég hef aldrei verið neitt Pixies-fan heldur, bara haft gaman af þeirra helstu slögurum. En ég gerði mér sterklega grein fyrir því í gær hversu víðtæk áhrif sveitin hefur haft - rokk hefur að miklu leyti ekkert breyst neitt sérlega mikið sl. 15 ár eða svo. Ætli það séu Bítlarnir, Kraftwerk og Pixies sem séu áhrifamestu hljómsveitir popp/rokksögunnar?
•••
Annað kvöld verða haldnir tónleikar í tilefni af útkomu tímaritsins Grapevine. Tónleikarnir fara fram á Kaffi Árnesi sem er bátur. Það væri vart í frásögur færandi nema vegna þess að tilraunafúnkbandið Nortón mun troða þar upp, og er það í fyrsta skipti í nokkuð langan tíma sem umrætt band spilar. Frumflutt verður nýtt lag og nýtt húsdjamm, ásamt gömlum slögurum og nýlegri. Við spilum um níu og ég hvet fólk til að láta sjá sig.
•••
Á laugardaginn kl. 18 mun Gyða Valtýsdóttir, fyrrum meðlimur lappopp sveitarinnar múm halda útskriftartónleika sína frá LHÍ í Íslensku óperunni. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Arvo Pärt, Bach og hana sjálfa. Í verkinu sem hún samdi sjálf kemur fyrir strengjakvartett, þriggja manna bjöllusveit (sem ég er hluti af), selesta og slagverk. Verkið er mjög fallegt og ég vil einnig hvetja ykkur til að láta sjá ykkur þar, mjög gott til þess að búa sig undir djamm kvöldsins. Aðgangur er ókeypis.

Plötur
Slowblow: Nói Albinói
Keith Fullerton Whitman: Playthroughs
The Rapture: Out of the Races and onto the Tracks
Pixies: Wave of mutilation - best of
The Unicorns: Who Will Cut Our Hair When We're Gone?
Belle & Sebastian: Dear Catastrophe Waitress
o.fl.

:: Atli 13:08 [+] :: ::
...
:: sunnudagur, maí 23, 2004 ::
Ég var umvafinn ást í gær. Unaðslegur dagur - allt frá útskriftinni sjálfri og þar til ég lagðist til svefns við hlið Svölu um fimmleytið í morgun. Athöfnin sjálf var alls ekkert svo löng; kórinn söng fallega, Grímur lék fallega á klarínettið, ávörp voru flest ágæt, salurinn og samstúdentar tóku vel í mitt ávarp og svona mætti áfram telja. Síðan var veisla heima með helling af gömlu fólki sem ég hitti kannski einusinni á ári að meðaltali. Það var samt mjög gaman, enda höfðu foreldrar mínir útbúið lystilegar kræsingar og keypt fullt af freyðivíni. Ég saknaði þó bræðra minna, en þeir hringdu til að óska mér til hamingju.
Ég var oft spurður hvað ég ætlaði að gera í haust, og því gat ég aldrei svarað að fullu, enda sú vitneskja ekki fyrir hendi. Veislan var skemmtilegust eftir sjö þegar flestir voru farnir og eftir sátu systkini Pabba og amma mín. Þá fóru í hönd fjörlegar umræður og pakkarnir voru opnaðir. Ég var eiginlega búinn að steingleyma því að maður fengi útskriftargjafir, svo það kom mér þægilega á óvart hversu veglegar og margar gjafirnar voru. Þegar tók að líða á kvöldið hvarf fjölskyldan frá og margir vina minna komu í þeirra stað. Við sungum saman og fluttum ræðu saman og töluðum saman og vorum rosalega saman eitthvað. Það var alveg frábært og góð upphitun fyrir sjóðandi heitt partí heima hjá Sillu - þar sem hitinn og svitinn var mikill að magnarinn á heimilinu brann yfir í miðju Date With The Night með Yeah Yeah Yeahs. Þá var liðið rekið í bæinn - og eftir stutta en ánægjulega viðkomu á Kaffibarnum fékkst Georg til að skutla fólki heim (eftir að hann hafði týnt húfunni sinni - hann á alla mína samúð). Þessi dagur var einhver sá besti í manna minnum og ég þakka öllum sem gerðu hann að því sem hann var.

Plötur
Air: Talkie Walkie
Manual: Until Tomorrow
Velvet Underground: Loaded
wap100 - We Are Reasonable People
og eitthvað sem ég man ekki

:: Atli 16:31 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, maí 20, 2004 ::
Sorglegustu tíðindi dagsins í dag voru án efa þau að verslunin Drangey hafi séð sig knúna til þess að loka útibúi sínu við Laugaveg 58, eftir 70 ára rekstur, og flytja starfsemina alfarið upp í Smáralind. Aðspurður sagðist eigandi verslunarinnar einungis vera að sinna kalli viðskiptavina sinna. Er virkilega svo illa komið fyrir landi og þjóð að vísitölufjölskyldan, búsett í Grafarvogi eða Kópavogi, með steisjon bíl, tvö börn og hund; hefur svo sterk ítök að miðbærinn grotnar hægt og hægt niður - og mannlífið flyst í verslunarmiðstöðvarnar og verður um leið að einhverskonar manndauða. Kannski er þetta fyrir bestu - þá losnum við við alla sem eru ekki töff úr bænum og umhverfis Laugaveg verður til einhverskonar hipster-paradís á par við Williamsburg. Þá getur kúl fólkið aldrei þurft að hitta plebbana og öfugt. Það þarf bara aðeins að fjölga hipsterunum (þó við eigum örugglega heimsmet í hipsterum per fermetra) í Reykjavík og þá reddast þetta.

Plötur
Belle & Sebastian: Dear Catastrophe Waitress
American Analog Set: Know By Heart
Prefuse 73: Extinguished: Outtakes
The Notwist: Neon Golden
The Beach Boys: Pet Sounds Sessions
Yo La Tengo: I Can Hear The Heart Beating As One
Velvet Underground: Loaded (Fully Loaded Edition)

:: Atli 18:10 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, maí 19, 2004 ::
Ég bætti þriðju sjöunni við í námsferilinn í dag (fjórðu ef líkamsrækt 401 er talin með), en það var spænska 403 sem var svo góð að ljá mér þá einkunn. Annars gekk mér sæmilega: 10 í eðl223, 9 í eðl203, 8 í efn313 og að sjálfsögðu 10 í lik641. Ef einingavegið meðaltal einkunna minna frá upphafi námsgöngu minnar er tekið, þ.e.a.s. aðaleinkunn mín úr MH, þá er hún 8.67 sem hlýtur að teljast ágætt (reyndar ekki; ágætiseinkunn svokölluð er níu og ofar), sérstaklega miðað við þann tíma og metnað sem ég hef lagt í námið (ekki mikinn).
Nú sný ég mér að því að láta mér detta í hug hvað ég gæti mögulega hugsað mér í stúdentsgjöf. Ábendingar vel þegnar. Einnig þarf ég að skrifa ræðu fyrir hönd útskriftarnema. Ef samstúdentar mínir hafa óskir um að eitthvað sérstakt komi fram, skal það tíundað hér að neðan.

:: Atli 13:52 [+] :: ::
...
:: mánudagur, maí 17, 2004 ::
Niðurstöður nýafstaðinnar könnunnar:
Það var hörð rimma milli SkjásEins og RÚV, en þó fór svo að S1 tók forystuna og 38% aðspurðra kjósa þá stöð. Þriðjungur kýs hinsvegar RÚV. Þá eru komin 71%, sem skiptust milli hinna stöðvanna, en Stöð 2 tók flest þeirra, eða 12%. Aðeins einn sagðist kjósa Popptíví, en mun fleiri (7%) Omega, eða jafnmargir og kjósa Sýn. Stöð 3 nýtur ekki mikilla vinsælda, eða 3%. Ekkert sem kemur á óvart kannski, RÚV kannski sterkari en ég hélt, en hana kaus ég sjálfur. Hver segir svo að við ríkið eigi ekki að reka sjónvarpssöðvar?
•••
Ég er í svona reglulegri fókus-grúppu hjá Vífilfelli. Við erum nokkrir krakkar sem hittumst ca. mánaðarlega og ræðum, ásamt yfirmönnum ýmissa deilda hjá fyrirtækinu, stöðu gosdrykkja, áhrifamátt auglýsinga o.fl. Það sem þarna fer fram er leynilegt. Fundirnir þykja góðir því gamla liðið sem ræður öllu fær inn til sín þverskurð af neytendum sínum og helsta markhóp. Á þessu tel ég þó að sé einn galli. Þeir sem eru virkilega opnir og tjá sig mikið á þessum fundum eru ekki týpískir fyrir hópinn - ég vil meina að þeir séu betri á einhvern hátt, láti ekki stjórnast af auglýsingaflóði og neysluhyggju í sama mæli og meðalmaðurinn. Einnig eru áhugamálin oft háleitari en Friends og The O.C., þó ágætir þættir séu. Hinir sem eru týpískari þora ekki að tjá sig og þegja bara, eru feimnir, láta ekkert uppi og hjálpa þannig fyrirtækinu ekki neitt. Þetta er dilemma.

Plötur
Prefuse 73: One Word Extinguisher
Super Furry Animals: Outspaced
Squarepusher: Music is Rotted One Note
Love: Forever Changes
Rjd2: Deadringer

:: Atli 19:17 [+] :: ::
...
:: sunnudagur, maí 16, 2004 ::
Góð helgi afstaðin. Föstudagskvöldinu eyddi ég í híbýlum Tyrfings Tyrfingssonar en hann átti afmæli. Ég og Tyrfingur og vinir hans höfum ekki haft samneyti fram að þessu, en þó vitað af hvorum öðrum og haft lúmskan grun um að við gætum náð saman. Það var svo reynt í þessu afmæli og í ljós kom að um er að ræða staka snillinga sem ég vonast til þess að hitta oft í sumar. Frábært partí, þó ekki væri nema vegna tilbreytingarinnar - en það var samt svo miklu meira. Sérstakar þakkir fær einnig Kpt. Katrín fyrir einstaklega ánægjulegt (og langt) spjall.
Nú er svo komið að birta tekur af degi um klukkan fjögur á nóttunni og aðfaranótt laugardagsins var einhver sú fegursta sem ég hef litið. Á himni voru bleikir hnoðrar og úr austri bárust fyrirheit um stórkostlega tíma. Sólin yljaði manni og göngutúrinn í morgunsárið veitti mér mikla orku.
•••
Í gærkvöldi var ég eitthvað súr framan af, veit ekki hvers vegna, flakkaði milli partía, en brúnin á mér tók að lyftast eftir miðnætti og ég átti mjög góð og skemmtileg spjöll inn á Dillon við Þorleif, Höllu, Árnheiði, Val Grettisson, Sigga T, Helga Hrafn o.fl. Dillon er svona dáldið einsog litli MH, og ekkert nema gott um það að segja, enda ást mín á þeim skóla og fólkinu sem hann sækir/sótti mjög mikil.
Annars fannst mér Malta eiga besta lagið í Júróvisjón.
Þó þessi helgi hafi kannski verið full sein á ferðinni, þá tókst mér engu að síður að stofna til kynna við fólk sem ég hef ætlað að stofna til kynna við í marga mánuði, þá sérstaklega yngra fólk, en hef einhverra hluta vegna ekki gert. Nú taka við rúmir þrír mánuðir af glensi (ekki þó svo að ég hafi nokkra hugmynd um hvað taki við að þeim loknum) og ég skora á kunningja að hafa við mig samband, enda þykir mér fátt skemmtilegra en mismálefnalegar umræður við fólk af öllum aldri og öllum stigum þjóðfélagsins.

:: Atli 18:14 [+] :: ::
...
:: föstudagur, maí 14, 2004 ::
Jæja. Þá er síðasta prófi mínu í MH lokið. Við tekur tæplega þriggja vikna frí sem ég hyggst nýta til kynna við óviðkynnta snillinga. (Þið vitið kannski hverjir þið eruð).
Ég eyddi deginum í félagi við hinar indælu Sillu og Sunnu. Það er ekki slæm nýting á degi. Við sátum á kaffihúsi og ræddum um daginn en þó aðallega um veginn. Sem er langur og undinn.
Á heimleið hlustaði ég á Is This It með Strokunum. Hvílík gæði. Ég mælist til þess að þú, lesandi góður, finnir þitt eintak og farir 1:59 inn í níunda lagið (NYC Cops) og hlýðir á þann kraft sem í Casablancas býr og félögum hans þegar söngurinn hefst nokkrum sekúndum síðar („Yes I'm leaving...“)
Í kvöld er stefnan tekin á tilfinningu fyrir sumari, snillingum og ást. Og bjór.
MH: Takk fyrir mig.

Plötur
The Strokes: Is This It
Radiohead: Hail To The Thief

:: Atli 18:41 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, maí 12, 2004 ::
Ég vaknaði við það að síminn hringdi.
„Halló?“
„Er þetta Atli Bollason, hinn frægi rithöfundur?“
„Já“, svaraði ég. „Hver spyr?“
„Þetta er draugur Salvadors Dalí. Þú notaðir mynd mína Vindar tímans sem efnivið í nýjustu bók þinni. Ég fékk hana senda hingað til himna.“
„Er auðvelt að senda hluti til himna?“
„Já, en maður verður reyndar að vera dáinn.“
„Mig dreymdi í nótt að ég myndi deyja í júní árið 2071.“
Ekkert svar.
Ég fór fram úr og fékk mér kaffibolla og brauð með marmelaði.
Því næst settist ég við tölvuna og hóf að skrifa næsta verk mitt. Sögu um mann sem vaknar við það að draugur Salvadors Dalí hringir í hann.
•••
Einhvernveginn svona hljóðaði ritunarverkefnið mitt í spænsku 403 prófinu sem ég var að koma úr. Ég var beðinn um að lýsa degi í lífi mínu árið 2015. Af ókunnum ástæðum lýsti ég deginum svona.

:: Atli 12:47 [+] :: ::
...
Er það ekki áhugavert að í mörgum tungumálum sé nafnorð dregið af sögninni að vera notað til þess að lýsa lífi. Einhverju sem er. Vera í íslensku. Being í ensku. Ser í spænsku. Ég man ekki hvort það er en eða et være til í dönsku.
Þessi færsla var innihaldsrýrari og óáhugaverðari en ég hélt hún myndi verða.

Plötur
M83: Dead Cities, Red Seas & Lost Ghosts
Jazzsaga - hlustun #5-#11
Keith Fullerton Whitman: Playthroughs

:: Atli 00:25 [+] :: ::
...
:: þriðjudagur, maí 11, 2004 ::
Ef aðeins einn maður býr yfir vitneskju um eitthvað ákveðið mál, er það þá leyndarmál? Þurfa ekki minnst tveir aðilar að vita af því til þess að það geti talist leyndarmál? Þurfa kannski allavega tveir að vita um málið til að það geti á annað borð talist mál? Mál hlýtur að vera eitthvað sem hægt er að tala um, ekki satt? Tungumál og málið okkar o.s.frv. Ég get fallist á það að í sértilfellum sé nóg að einn aðili viti um málið, t.d. þegar um er að ræða klofinn persónuleika eða sambærilegar geðraskanir.

:: Atli 01:05 [+] :: ::
...
:: mánudagur, maí 10, 2004 ::
Þar til ég var svona 17 ára var ég þess fullviss að á Íslandi væru úlfar. Ég hafði að vísu aldrei séð slíkan en hélt að þeir héldu sig einhversstaðar uppi á hálendi. Mér sárnaði mjög þegar í ljós kom að á Íslandi eru bara alls engir úlfar.
Núna rétt áðan komst ég svo að því að á Íslandi eru barasta ekki krákur heldur! Það eru bara hrafnar eða krummar (sem kroppa gjarnan augu úr hrútum), og krákur og krummar eru víst ekki sami hluturinn. Mig óar hreinlega við því að komast að því hvaða fleiri dýr okkur skortir hingað á klakann.

:: Atli 20:23 [+] :: ::
...
Það er stórhættulegt að láta svona langt líða milli prófa. Ég var í eðlisfræði 203 sl. þriðjudag (spái ca. 8.5 á prófinu: 9 í áfanganum) og næsta próf er semsagt núna á miðvikudaginn. Það segir sér kannski sjálft en ég hef varla litið í bók þessa 6 daga sem eru liðnir frá seinasta prófi. Það hyggst ég þó gera í dag, enda fjögur próf framundan á þremur dögum. Á föstudaginn hyggst ég svo njóta lífsins til fullnustu, hvað svo sem það merkir.
•••
Líf mitt hefur verið mjög litað af hamingju sl. daga. Hugmyndum um líferni leikmannsins hefur verið fórnað á altari ástarinnar. Sú fórn hefur borið tilætlaðan árangur og ég get með sanni sagt að framundan sé besta sumar lífs míns. Sumar ástarinnar.

Plötur
Velvet Underground: Loaded
Squarepusher: Burningn'n Tree
Beck: Sea Change
Strokes: Room on Fire
Franz Ferdinand
The Unicorns: WWCOHWWG
The Rutles
Air: Talkie Walkie
o.fl.

:: Atli 10:15 [+] :: ::
...
:: föstudagur, maí 07, 2004 ::
Þegar ég kom heim úr klippingu áðan beið mín bréf á skenknum. Ég átti ekki von á neinu bréfi, og þegar kom í ljós að það var frá Þýskalandi, þá vissi ég ekki hvað ég ætti að halda. Ég opnaði það fullur eftirvæntingar. Sendandinn, Ulrich Dienstbach, var að hvetja mig til þess að velta fyrir mér hvalveiðum og áhrifum þeirra á ferðamannaiðnað Íslendinga. Hann var nokkuð sannfærandi, en þessar baráttuaðferðir hans þóttu mér stórmerkilegar. Hann er semsagt meðlimur Greenpeace í Þýskalandi og ég var einfaldlega valinn af handahófi úr þjóðskrá til þess að fá þetta bréf sent heim. Mjög áhugavert.
•••
Ég er í dálítið skrítnu ástandi þessa dagana, var í eðlisfræði á þriðjudaginn og næsta próf er ekki fyrr en á miðvikudag, svo ég hef verið full slakur, sofið lengi og hangið mikið. Þó hef ég enga ástæðu til þess, ég þarf t.d. að kunna deili á um 100 lögum og flytjendum jazztónlistar á árunum 1942-1979 fyrir jazzsöguprófið á fimmtudaginn (mikil hlustun).
•••
Ég ætla að krækja í blogg Steina Teague, því það er með eindæmum skemmtilegt, þó ég lesi það ekki nærri nógu oft. Mikið skáld, hann Steini. Mikið skáld.

Plötur
Jazzsaga - hlustun, diskar #4 - #11
The Unicorns: W.W.C.O.H.W.W.G.
Keith Fullerton Whitman: Playthroughs
Miles Davis: Sketches of Spain
TV On The Radio: Young Liars
The Velvet Underground: Loaded
Air: Talkie Walkie

:: Atli 15:17 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, maí 06, 2004 ::
Tilfinningin þegar upphafstónar The Robots heyrðust og kröftug baklýsing fór í gang til þess eins að varpa skuggamyndum fjögurra vélmenna á fyrirdregið tjaldið var ótrúleg. Síðan var dregið frá og þar stóðu fjögur vélmenni sem lýstu einmitt því yfir og þeirri staðreynd að þau væru aðeins forrituð til þess að gera hvað sem við vildum að þau gerðu. Þetta var á miðjum tónleikunum, en fram að þessari stundu hafði tónlistarflutningurinn verið í höndum fjögurra aldinna manna. Í þeirra stað voru komin vélmenni með vaxgerð andlit hljómsveitarmeðlima frá þeim tíma þegar þeir voru yngri og myndarlegri. Æskan steingerð í gegnum vélarnar. Ég hélt þó að tónleikunum væri lokið þarna, þar eð þeir höfðu spilað í 90 mínútur og þegar látið draga einusinni fyrir og snúið tilbaka með ný ljósa-bindi. En allt kom fyrir ekki og þegar upphafstónar Aero-dynamik hljómuðu var dregið frá á ný og liðar orkuversins stóðu íklæddir svörtum samfestingum með sjálflýsandi grænu hnitakerfi áföstum. Tron-búningarnir. Tvö lög í viðbót og tónleikunum var lokið. Tveggja tíma veisla fyrir fætur, augu og eyru. Frískað hafði verið upp á eldri lög með nýjum trommutrökkum og ekki hikað við að splæsa lögum saman í anda plötunnar The Mix frá 1992. Frábær skemmtun og ég vorkenni öllum þeim sem hafa kosið einhverja aðra tónleika fram yfir þessa. It's more fun to compute.

:: Atli 10:20 [+] :: ::
...
:: mánudagur, maí 03, 2004 ::
Þetta var þéttur afmælisdagur. Gerði misheppnaða tilraun til að læra eðlisfræði, en hún varð hreinlega að víkja fyrir félögum sem kíktu á mann. Og þessar félagar voru svo nice að hafa með sér gjafir. Hugsa sér, ég sem átti ekki von á einni einustu. Saga tímans e. Stephen Hawking, Bylting Bítlanna e. Ingólf Margeirsson, ávísun upp á 5000 kr., Party in a box, bragðarefur í Úlfarsfelli, og svo það sem ég er ánægðastur með og átti síst af öllu von á að fá: The Beach Boys' Pet Sounds Sessions Box Set. 4 diskar af Pet Sounds pælingum í glæsilegum pakka. Sólveig, Ásgeir, Bryndís og Svala fá feitt knús fyrir það. Og aðrir fá líka knús fyrir sínar gjafir. Og allir sem óskuðu mér til hammara með ammara fá líka knús. Knúsírúsísmús.

Plötur
The Unicorns: W.W.C.O.H.W.W.G
The Velvet Underground: Loaded
The Rutles: The Rutles
Yo La Tengo: I Can Hear The Heart Beating as One
Miles Davis: Sketches of Spain
TV On The Radio: Young Liars
Getz/Gilberto

:: Atli 01:12 [+] :: ::
...
:: sunnudagur, maí 02, 2004 ::
The Unicorns: Who Will Cut Our Hair When We're Gone?
Það eru svona plötur sem minna mig á það hversvegna ég stend í þessari tónlistargeðsýki. Svona plötur sem rjúfa vítahring ofuráhugamannsins sem er sífellt í leit að einhverju enn nýrra - einhverju enn betra. Það eru svona plötur sem bera þess vitni hversu góð tónlist getur virkilega orðið. 10/10
•••
Ég er kominn með starf hjá Jafningjafræðslunni í sumar. Það verður væntanlega mjög skemmtilegt, enda gott fólk þar á ferð, t.d. Skíturinn og Garpur Elísabetarson.
•••
Ég fór að sjá Þetta er allt að koma í Þjóðleikhúsinu í gær. Það fannst mér mjög skemmtilegt - alveg óstjórnlega fyndið á köflum og leikmyndin er með því frumlegra og sniðugra sem ég hef séð.
•••
Ég á afmæli í dag.

:: Atli 15:58 [+] :: ::
...
:: laugardagur, maí 01, 2004 ::
Djöfuls dúndur. Fyrir nokkrum dögum sótti ég í framköllun þrjár filmur. Það væri kannski ekki í frásögur færandi, nema hvað að þær spanna tímabilið frá ágúst 2001 til febrúar 2004. Sem er frekar langt tímabil. Mjög gaman að fá svona gamlar myndir, bara svona minningapakki. Menn hafa tekið breytingum, mismiklum þó, og fólkið í kringum mann er ekki hið sama. Áhugavert.
Og þetta er náttla nátengt hlutum einsog þeirri staðreynd að í gær var seinasti dagurinn minn í MH, nokkurntímann. Sad keis. Hann var samt mjög góður; ég var vakinn með gjöfum frá móður minni sem var nýkomin frá USA. Í farteskinu hafði hún fjöldann allan af fötum og tónlist. Þegar komið var í skólann voru menn að blasta músík framá Matgarði, komu með kökur á borðið, ég fór í atvinnuviðtal, borðaði snakk og dýfu, var heiðraður Morfís-kempa MH, fékk 8,25 í munnlegu prófi í spænsku, lét smella af mér myndum fyrir ágústhefti bandaríska unglingablaðsins Seventeen, sigraði innanskólakeppni MH í ræðumennsku (MORTAR) o.fl. Þetta var faktískt mjög góður dagur.
Og kvöldið var líka mjög gott, ég fór heim til Högna og spilaði fyrir hann The Unicorns, en sú plata hljómar í fyrstu sem besta plata sem ég hefi heyrt frá útkomu Is This It árið 2001. Því næst héldum við á tónleika á Ellefunni með SAAB (en við Högni erum báðir fyrrum meðlimir þeirrar sveitar), Heróglym (sem voru mjög skemmtilegir, sérstaklega hressilegu lögin, en manni fannst einsog hvert lag væri cover-lag) og Ísidór (sem er ennþá besta rokkhljómsveit á Íslandi). Því næst héldum við á GrandRokk og hlýddum á Þóri Baldurs og Sigurð Flosason leika blúsaðan djass fram á nótt. En við vorum ekki á þeim buxunum að halda heim og komum okkur fyrir á Kontórnum, en það er skrifstofa við Klapparstíg þar sem nokkrir hressir MRingar halda til og læra undir stúdentspróf auk þess að taka við heimsóknum.
Góður dagur, og kannski hæfandi endir á menntaskólagöngu minni. Eða hvað?

Plötur
The Unicorns: Who Will Cut Our Hair When We're Gone?
The Rutles: The Rutles
Godspeed You Black Emperor!: f#a# ?

:: Atli 12:57 [+] :: ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
:: gestir ::
Weblog Commenting by HaloScan.com