|
:: miðvikudagur, mars 31, 2004 ::
Búinn að vera einhver slappleiki í mér í gær og aðeins í dag. En ég læt það ekki aftra mér. Var fram yfir miðnætti í gærkvöldi að útbúa kosningapésa sem kemur svo ekki út fyrr en á morgun sökum erfiðleika við prentun og ljósritun. Allt að gerast í MH útaf þessari kosningaviku. Hún verður æ verslólegri, held reyndar að hámarkinu hafi verið náð 2002. Ég hef víst ekki kosningarétt, þar sem ég er að útskrifast, en það hefur mér alltaf þótt dálítið skrítið, mér finnst að ég ætti að hafa eitthvað um það að segja hverjir munu hafa völdin eftir mína tíð.
Annars finnst mér feitt að vera ekki að drukkna í verkefnum þessa vikuna, og framundan eru náttla tvær vikur af afslappelsi. (Sem minnir mig á: Synir Skallagríms: mjög hugsanlega fundur heima hjá mér á föstudaginn langa, ég læt vita. Annars eru einhverjir vitleysingar að reyna að stofna annan gáfumannaklúbb undir forystu Björns Braga og Halldórs Halldórs. Þeir eru alveg komnir með fínt line-up, en how low can you go? Ég meina, að stela í afbrýðisemi sinni og öfundsýki (er einhver munur þar á?) fullkominni hugmynd, bara því maður fær ekki að vera með. Mér finnst það ömó.)
•••
Hver ætlar með mér og Orra á The Big Lebowski festival?
Plötur seinustu daga
Interpol: Turn on the Bright Lights
Tindersticks: Tindersticks II
Boards of Canada: Music has the Right to Children
Mugison: Lonely Mountain
The Clifford-Gilberto Rhythm Combination: I was Young and I Needed the Money
Mu: Afro Finger & Gel
The Clash: London Calling
o.fl.
:: Atli 17:02 [+] :: ::
...
:: sunnudagur, mars 28, 2004 ::
Þessi helgi hefur verið stórmerkileg fyrir ýmsar sakir. Tilfinningalega hef ég farið allt úr hæstu hæðum niður í dýpstu dali og tilbaka. Oddur lýsti þessu einsog þætti af Bold and the Beautiful, sem stenst að mörgu leyti. Ef hver helgi væri af þessum kalíber væri maður nýr maður hvern mánudag, með nýja fortíð og nýja framtíð. En kannski er maður það hvortsemer, það tekur bara enginn eftir því. En ég, með mínu jafnaðargeði (einsog Svala kallaði það - og ég held hún hafi haft rétt fyrir sér), brosi bara framan í heiminn einsog vanalega. Er það ekki líka best?
:: Atli 20:05 [+] :: ::
...
:: laugardagur, mars 27, 2004 ::
Versló höfðu sigurinn í gær með 1544 stigum gegn 1543. Einu helvítis stigi. Og Bjöllinn efstur. Án þess að vera með hroka þá verð ég að játa að mér fannst ég standa honum framar, þó frammistaða hans hafi vissulega verið frábær. Og tveir dómaranna voru sammála því. Og tveir dómaranna voru sammála því að við höfum verið betra liðið. En svona virkar þessi keppni. Það er endalaust hægt að leita að sökudólgum; hefði Einar Örn notað geðþóttastuðulinn, hefði Halldór ekki talað yfir tíma, hefðum við ekki samþykkt Höddu, o.fl. o.fl. En svona fór þetta. Bæði liðin voru ótrúlega góð, þó mér hafi fundist Verslingar vera farnir að endurtaka sig skuggalega eftir hlé. Annars vil ég óska Verslingum til hamingju með sigurinn, þó svona tölur merki náttúrulega ekki neitt annað en jafntefli, og vona að þeir njóti hans.
:: Atli 14:07 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, mars 25, 2004 ::
Áhugasamir lesendur keipdúnksins hafa án efa gaman að heyra af því þegar ég fór í fyrsta skipti á skemmtistað. Það var í ágúst árið 2000, sumarið milli 9. og 10. bekkjar. Þetta var á menningarnótt Reykjavíkurborgar og ég og Orri vorum staddir í bænum. Á þessu tímabili drakk ég ekki, en Orri (náttúrulega árinu eldri) gerði það hinsvegar. Hann var nokkuð við skál þegar við tókum þá ákvörðun að vinda okkur inn á (fyrrum) hommastaðinn 22. Okkur til mikillar undrunar flugum við þarna inn án nokkurs skilríkjavesens. Þarna var góð tónlist, góð stemmning og mikið af góðu fólki. Sérstaklega fóru fætur mínir á flug þegar Blue Monday Manchester-sveitarinnar New Order fékk að heyrast. Við Orri komum auga á ótrúlega myndarlega stelpu, með ljóst hár, íturvaxinn barm og gleraugu á nefinu. Við hófum að dansa við hana, þrátt fyrir að hún væri þarna með manni. Upphófst skemmtileg keppni innan gæsalappa um stelpuna, þó þetta væri allt í góðu. Við tókum síðan að þreytast og gengum fjögur niður; ég, Orri, stelpan og ,,kærastinn" hennar. Sökum þess að ég var inná skemmtistað ákvað ég að fá mér kokkteil (þrátt fyrir að drekka ekki) og bað um drykk sem ég hafði heyrt um og innihélt Bailey's og mintulíkjör. Seinna komst ég að því að ég átti við svokallaða fullnægingu. Eitthvað misskildi barþjónninn mig og hristi einfaldlega saman Bailey's, mintulíkjör og sennilega rjóma svo úr varð geysilega sætur kokkteill. Ég meikaði svona hálft glasið og gaf stúlkunni restina. Í spjalli okkar við stúlkuna kom fram að hún var jafnaldra mín, þrátt fyrir að líta út fyrir að vera minnst fimm árum eldri. Við tókum andköf, og hún bætti við (og benti á ,,kærastann" sinn): ,,Ekki segja honum það..." Við urðum báðir nokkuð skotnir í þessari stelpu og ég tók meiraðsegja niður númerið hennar og hringdi í nokkrum vikum seinna. Seinna sá ég hana taka þátt í blautbolakeppni í Nauthólsvík. Og mig dreymdi hana einusinni í mjög súrrealískum en jafnframt nokkuð kynferðislegum draumi. Síðan hafði ég engar frekari afspurnir af henni fyrr en hún prýddi forsíður blaðanna fyrir að vera Heiðveig Þráinsdóttir, unnusta Grétars Sigurðssonar, einn þremenninganna í Neskaupsstaðarmálinu.
:: Atli 13:04 [+] :: ::
...
:: laugardagur, mars 20, 2004 ::
Þá hafa sættir nást við Verslunarskólann um umræðuefni úrslita Morfís árið 2004, sem munu fara fram í Háskólabíói þann 26. mars nk. Umræðuefnið er maðurinn er heimskur og munu MHingar mæla með fullyrðingunni en Verslingar á móti. Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að þetta efni á margt skylt við keppnina um mannkynið (undanúrslit í fyrra), hvort karlmaðurinn sé að standa sig (úrslit í fyrra) og hvort heimur versnandi fari (úrslit fyrir tveim árum), en það er bara ekkert hlaupið að því að finna umræðuefni sem eru virkilega spikuð. Verst þykir okkur að Verslingar hafi ekki viljað tala um magn/gæði, þ.e. að annað liðið taki magn framyfir gæði og öfugt, þar sem okkur þykir þetta hið fullkomna efni - það skiptir engu máli hvorum megin maður er, keppnin gæti verið málefnaleg og umfram allt skemmtileg. En það er margt skrýtið í kýrhausnum, og þá jafnvel sérstaklega í höfði þeirra kúa sem er beitt í Ofanleitinu.
:: Atli 04:51 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, mars 18, 2004 ::
Já, hvort sem þið trúið því eða ekki, þá tók ég mig til í dag og vann upp óskilaðar skýrslur í efnafræði í alveg tvo tíma eða eitthvað.
Síðan dreif ég mig upp í Ölduselsskóla og fylgdist með liði þeirra mæta liði Fellaskóla, sem ég er einmitt að þjálfa. Krakkarnir mínir stóðu sig mjög vel, enda sigruðu þau. Ég átti von á að keppnin myndi standa tæpar, því Ölduselsskóla liðið var einnig gott - jafnvel framar Fellaskóla í flutningi. Ég tel að sigurinn hafi ráðist af fjölda og gæði svaranna sem mínir menn fluttu. Þegar ég var að fara kastaði ég kveðju á tapliðið og þakkaði þeim fyrir góða keppni. Eitthvað virtist frummælandi liðsins, Bára, taka því illa; og hún hreytti útúr sér: „Já, settu það á bloggið þitt...“ Þetta fannst mér einkar sérkennilegt. Hvílík móðgun.
•••
Góða veðrið rigndi niður í dag, því miður. En það verður víst líka að fá að vera til, það kennir okkur jú um gildi góða veðursins. Veðrið virðist þó hafa farið eitthvað illa í Gettu betur lið MRinga, sem ótrúlegt en satt töpuðu gegn Borgarholtsskóla. Þetta hljóta að teljast undur og stórmerki; þar sem MR hefur ekki tapað spurningakeppni síðan í september 1992. Oddur hefur alla mína samúð, en ef ég þekki kallinn rétt þá þarf ég enga slíka að hafa - hann veit að hann stóð sig vel, sennilega eins vel og hann gat og finnst vonandi engin skömm að því að tapa fyrir góðu liði.
Plötur dagsins:
Beach Boys: Pet Sounds
Neil Young: Harvest (því Biggi talaði um hvað það væri góð fimmtudagsmúsík í verklegri eðlisfræði í dag)
Mu: Afro Finger & Gel
Super Furry Animals: Out Spaced
:: Atli 23:14 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, mars 17, 2004 ::
Ég vil biðja alla þá sem ég hafði boðað á tónleika í kvöld afsökunar; en skattstjórinn í Reykjavík tók sig til um miðjan dag í dag og lokaði Ellefunni. Þ.a.l. var tónleikunum aflýst.
:: Atli 22:14 [+] :: ::
...
Og vorið er ekki ennþá farið. Sem betur fer. Ég vaknaði alltof alltof seint í morgun, átti að mæta í próf kl. 10 og var þess vegna ekkert svo hrifinn þegar ég komst að því að klukkan var 9:54. Hringdi á leigubíl (sem ég hef aldrei gert áður) og massaði prófið.
En veðrið var ennþá gott, svo ég dobblaði tækjaverðina til að henda upp græjum fyrir utan Norðurkjallara og þar eyddi ég restinni af deginum, spilandi ferska og sumarlega tónlist - stemmningin var bara of góð til að fara í tíma. Enda fór ég ekkert fyrr en ég átti að mæta í píanótíma kl. 14:30. Ef ég væri ekki að fara að þjálfa niðrí Fellaskóla myndi ég drífa mig niðrá Austurvöll og njóta lífsins.
•••
Um daginn festi ég kaup á Double Dip. Það er svona nammiduft í bréfpoka, og svo fær maður harða sykurstöng til þess að sliekja og dýfa oní pokann. Ég veit ekki hversvegna ég eyddi 50 krónum í þetta, sælgætið ljómaði einfaldlega einhverri nostalgískri birtu sem var erfitt að líta framhjá. Ég mæli hinsvegar ekki með þessu, þó þetta líti út fyrir að vera feitt sjitt þá er þetta ekkert sem maður kemst ekki af án. Hinsvegar er pulsa + Dr. Pepper + þristur mjög gott kombó.
•••
Nortón og Ísidor munu leika á Ellefunni í kvöld uppúr kl. 22. Ég mæli eindregið með því að þið látið sjá ykkur - sumarstemmningin verður ennþá í loftinu.
Plötur gærdagsins:
Franz Ferdinand: Franz Ferdinand
Bohren & der Club of Gore: Black Earth
Mugison: Lonely Mountain
:: Atli 15:39 [+] :: ::
...
:: þriðjudagur, mars 16, 2004 ::
Vorið kom í dag. Sem betur fer, eftir rokið og rigninguna sem einkenndi síðustu viku. Þegar ég ók upp Breiðholtið og sá yfir Reykjavík, baðaða í sólroða og örfá risavaxin blágrá ský á himninum þá þekkti ég borgina mína. Svona á hún að vera, þetta er hennar rétta ástand. Mér bárust meiraðsegja fregnir af bjórdrykkju við Austurvöll, og frímínútum dagsins var flestum eytt utandyra undir bláum himni og söng tónelskandi MHinga (sem hefðu þó mátt vanda lagaval sitt, Ég er rangur maður... er t.d. ógeðslegt, sem og My Bonnie is over the ocean...).
Eftir þjálfun í Fellaskóla fór ég að sjá myndina Polyester eftir John Waters, en ég þarf greinilega að kynna mér hann betur. Þekktasta mynd hans er Pink Flamengos, en hún er víst tær viðbjóður. Þessi mynd er fyrst og fremst merkileg fyrir þær sakir að vera fyrsta Odorama eða Smellorama myndin: maður fékk lyktarspjald sem lykta átti af á ákveðnum stöðum í myndinni. Sándar vel en virkar ekki alveg í praktík. Samt mjög gott, svona upp á stemmarann. Ég var í félagi við Sólveigu Helgadóttur á þessari sýningu sem fram fór á Jóni forseta. Það er hinn ágætasti staður, að mér virðist. Og Sólveig er einkar góður félagsskapur. Öll mánudagskvöld á Jóni forseta eru kvikmyndakvöld, þriðjudagskvöld bókmenntakvöld, miðvikudagskvöld leikhúskvöld, fimmtu- og föstudagskvöld bjóða uppá lifandi tónlist. Laugardagskvöld eru almennt djamm, en klassískir tónleikar eru alla sunnudaga kl. hálffjögur. Þetta er sannkölluð menningarsprauta, sem er þörf og skemmtileg.
:: Atli 01:22 [+] :: ::
...
:: mánudagur, mars 15, 2004 ::
Ég er staddur á erfiðum tímapunkti í lífi mínu. Sumir vilja meina að ég sé haldinn óyfirstíganlegum ótta við að útskrifast úr framhaldsskóla, að ég telji að eftir MH sé ekkert líf - ég verði bara að núlli og nixi. Meðan hellingur af fólki sem ég þekki er að senda inn umsóknir í háskóla hér á landi og í útlöndum, meðan fólk er með næstu fimm ár á hreinu, veit ég ekki einusinni hvað ég er að fara að gera í sumar, hvað þá um páskana. Meðan margir vinir mínir eru í ástarsamböndum sem virðast munu endast að eilífu er ég nýkominn úr sambandi, og veit ekkert hvað tekur við. Í samanburði við flesta vini mína er ég bara smábarn. En mér líður samt ágætlega með þetta allt saman, ég er glaður að ég er ekki að verða fullorðinn og hallærislegur alveg strax. Ég og Orri ræddum þetta í gær og komumst að því að þegar við klippum á okkur hárið og fáum okkur svona týpíska, ósanngjarna klippingu - þá erum við orðnir gamlir. Hárið er tákn um það hvar maður er staddur í samfélagsstiganum.
Varðandi sumarið, þá vona ég að ég fái þessa kvikmyndavinnu sem ég segi ykkur betur frá seinna þegar hlutirnir eru komnir á hreint. Annars var ég að segja Hrafnkatli frá því áðan að mér þætti fínt að vera einhverskonar sendill á bíl. Ég held það sé æði, svo lengi sem maður er með geislaspilara í bílnum. Hugsið ykkur; fá, en tímafrek verkefni, tækifæri til þess að tékka á bænum og brosa til allra sætu meyjanna með ís í hönd og sólina í augun - og nóg af tónlist. Þannig ætti það að vera.
Plötur gærdagsins
The Notwist: Neon Golden
The Strokes: Room on Fire
Rjd2: Deadringer
Love: Forever Changes
Belle & Sebastian: If You're Feeling Sinister
:: Atli 15:47 [+] :: ::
...
:: sunnudagur, mars 14, 2004 ::
Í gær fór ég á tónleika Sinfoníunnar og söngvara/leikara frá West End leikhúsinu í Lundúnum. Þetta var Bítlasjóv, orkestraðarar versjónir af Bítlalögunum samtengd með stuttum leikþáttum á milli laga. Þetta var alveg ótrúlega hallærislegt, setti nýja standarda, en líka nokkuðskemmtilegt. Þeir sem sáu um sönginn áttu lítið skylt við Paul og John, sérstaklega konurnar tvær sem sungu, en önnur þeirra var fullvönduð fyir svona poppsöng. Hún bætti það þó upp með því að vera í rosalega stuttu pilsi fyrir hlé. Mörg lögin urðu full-sykursæt með fullri sinfoníu, sérstaklega þau eldri/einfaldari. Það lag sem heppnaðist best, svona útsetningarlega séð, var Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Í uppklappi tóku þau Bítlasyrpu sem var dálítið pirrandi en náði til salarins. Að því loknu fór ég á veitingastaðinn Sjanghæ með foreldrum mínum og fékk þennan fína kínverska mat.
Um kvöldið ræddi ég við Svölu og að því loknu var klukkan orðin dálítið margt, menn farnir að beila á djamminu, svo ég eyddi kvöldinu heima - aleinn (í félagslegum skilningi), en það er einkar óvenjulegt. Ég fékk mér tvo litla yfir bloggheimum og át snakk meðan ég hlustaði á tónlist í heyrnartólum.
***
Sko...ég var svona að pæla, segjum að þú sért rosa mikið í Morfís og síðan þá kemur það upp að Umræðu-efnið fjalli um segjum...mig!! og það er svona eitthvað niðrandi...t.d Atli Bollason er Melluræpur....eða Mamma hans Attla.. er feit MELLA!!!...og MH væri með...Hvað myndir þú þá gera??
Knútur | Email | Homepage | 03.13.04 - 10:34 pm | # Í fyrsta lagi myndi ég sennilega ekki samþykkja þetta efni, en ef svo færi að ég gæti ekki hafnað því myndi ég náttla taka á því einsog maður. Ég hef oft keppt keppnir þar sem ég tala gegn eigin sannfæringu og þetta væri ekkert öðruvísi. Öll efni hafa tvær hliðar og það er alltaf mögulegt að rökstyðja báða póla með einhverjum ráðum. Svarar þetta spurningu þinni, Knútur?
***
Í kvöld fer ég til Ásgeirs til þess að horfa á bíó og borða fajitas. Ég hlakka mikið til að sjá myndina The Grandmother eftir David Lynch, félaga minn.
Plötur síðastliðinna daga:
My Bloody Valentine: Loveless
M83: Dead Cities, Red Seas & Lost Ghosts
Interpol: Turn on the Bright Lights
Mu: Afro Finger & Gel
The Rapture: Out of the Races and Onto the Tracks
Rjd2: Deadringer
Mogwai: Happy Songs for Happy People
o.fl...
:: Atli 18:14 [+] :: ::
...
:: laugardagur, mars 13, 2004 ::
Tilfinningin var mjög góð. Ég var algjörlega búinn að búa mig undir það að tapa og fannst engin skömm að því. (Ekki þó svo að skilja að mér hafi þótt við átt að tapa, mér fannst þetta bara jafntefli og átti von á að þetta dytti til beggja hliða). En hvað mér leið vel þegar nafn mitt var tilkynnt sem ræðumaður kvöldsins og hvað hamingjan magnaðist þegar í ljós kom að við vorum sigurliðið. Þetta var frábær keppni, umræðan nokkuð góð (sem er sjaldgæft), og ræður beggja liða kölluðust nokkurnveginn á, sérstaklega í fyrri umferð. Mitt kalda mat á keppninni er sirkabát svona:
Steindór var ekki nógu góður í fyrri umferð, of upptekinn af hljóðnemanum og alls ekki öruggur. Rökin voru vel ásættanleg: VÍ er nauðsynlegur til þess að kenna verslunarhætti, en fyrirsjáanleg.
Orri hafði Steindór, þar sem hann var mikið öruggari þrátt fyrir að hafa ruglast nokkuð alvarlega á nokkrum stöðum. Rökin voru náttúrulega upplogin en mjög sennileg (ég var farinn að trúa þeim í miðri vikunni) og hittu í mark, sérstaklega á eftir ræðu Steindórs, en Orri gaf sterklega í skyn að þetta væri einmitt svo miklu, miklu meira en bara skóli sem kennir verslunarhætti.
Jón Bjarni kom mér á óvart, ég hafði bara séð hann í æfingakeppni gegn FB þar sem hann var fjarri góðu gamni, en í gærkvöldi var hann geysiöruggur og ákveðinn. Þessi ræða var sú hressasta frá MRingum, nokkuð fyndin og tók á punktum sem snertu staðalímyndir, félagslífið í Versló o.fl.
Dóri kom næstur með alvarlega ræðu (á hans mælikvarða) sem hann flutti mun hraðar og harðar en hafði verið rætt um í undirbúningi. Hún fjallaði um hvernig Versló undirbýr menn undir siðspillt og yfirborðskennda framtíð. Hún fjallaði mjög takmarkað um efnið, en flutningurinn dulbjó það og hún heppnaðist vel og ég myndi segja að Jón og Dóri hafi verið nokkuð jafnir.
Næstur í pontu var Jói. Hann tók reiða og dálítið Brekalega týpu á þetta. Hann var frábær. Einhver besta ræða sem ég man eftir úr Morfís, en hún fjallaði fyrst og fremst um það hvernig við dirfðumst að vera á móti menntastofnun sem hefði ekkert annað markmið en að þroska og kenna ungu fólki. Svörin voru öll mjög reiðileg og í raun var verið að skamma okkur í fjórar mínútur. Við komum mjög illa útúr þessari ræðu og mér leið einsog skít að þurfa að flytja á eftir þessari bombu.
En ég varð og gerði það eins vel og ég gat. Svarakaflinn minn var dáldið skrítinn, þar sem flest svörin voru hálfkláruð, en það reddaðist. Inntakið var að Verslingar lærðu ekki sanngjörn viðskipti í Versló, heldur svik og pretti.
Í hléi var staðan 3-2 fyrir MR.
Eftir hlé var Steindór búinn að taka sig á. Ég man reyndar eiginlega ekkert eftir þessari ræðu, en hún kom betur út en ræðan hans Orra, sem fjallaði um tortryggni skólastjórnenda VÍ í garð nemenda sinna og stereótýpurnar sem finnast í Versló. Þetta stunt með Pálmar var einhvernveginn ekki að virka.
Jón Bjarni hélt áfram að vera reiður með ágætum árangri, en Dóri var með svokallað hlæ hlæ í poka. Kannski ekki rökstöffaðasta ræða sem ég hef séð en tók þó á nokkrum smáum punktum. Hey, margt smátt gerir eitt stórt!
Jói var mjög góður í seinni umferð líka, en mér fannst seinni ræðan bara vera kópí af fyrri ræðunni hans, því miður. Það skilaði sér samt eiginlega ekki á dómarablöðin, svo hann þarf öngvar áhyggjur að hafa. Ég held samt að fólk hafi verið fegið að ég var nokkuð léttur í seinustu ræðunni minni, bara að spjalla og draga keppnina aðeins niður af því geysilega hátíðlega plani sem MRingar höfðu troðið henni uppá. Síðan tók við dómarahlé þarf sem ég hafði ekki hugmynd um hvað yrði.
Það verður gaman að sigra Verslinga í Háskólabíói eftir tvær vikur.
•••
Síðan tók við partius victorius á Opus, þar sem ég skemmti mér ágætlega. Reyndar fékk ég að heyra lygar um sjálfan mig og fékk mikið af ljótu augnaráði frá kvenpeningi staðarins (þó ég hafi fengið líka fengið mikið af fallegu og heillandi augnaráði). En ég harkaði það af mér og skemmti mér. MRingarnir voru þarna og bara í feitu stuði, svo það létti stemmninguna. Jakob Tómas Bullerjahn tjáði mér að við værum „næstum því bræður“, og rökstuddi með því að faðir minn og móðir hans höfðu einusinni verið kærustupar. Pabbi minn neitar reyndar þeim ásökunum. Dularfullt.
Svo vaknaði ég bara ferskur í morgun og hélt uppí Fellaskóla til að þjálfa krakkana fyrir næstu umferð. Nóg að gera.
:: Atli 23:26 [+] :: ::
...
:: laugardagur, mars 06, 2004 ::
Nú er klukkan rúmlega sex að morgni og við vorum að komast að samkomulagi við MR um umræðuefni í Morfís-keppninni á föstudaginn næsta (12.). Þetta voru góðir 14 tímar, fyrra metið voru 13 tímar gegn FB í úrslitunum 2002. Umræðuefnið verður Verzlunarskóli Íslands og munum við mæla á móti. Sjáumst fersk. Ég er farinn í háttinn.
:: Atli 06:08 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, mars 04, 2004 ::
Grétar, fer með fleipur í nýjustu færslu sinni, en þar talar hann um uppruna orðatiltækisins undantekningin sannar regluna. Pabbi minn hefur skýrt þetta út fyrir mér og það meikaði fullkomlega sens:
Ímyndið ykkur herstöð þar sem enginn fer út eftir kl. átta á kvöldin. Þetta er í raun óskrifuð regla, maður fer einfaldlega ekki út eftir þann tíma. Hjá einum hermanninum kemur hins vegar upp sú staða að hann neyðist til að fara út eftir þennan tíma, ímyndum okkur t.d. að amma hans sé nýdáin. Þá fer hann til lautinantsins og biður hann um leyfi til þess að yfirgefa herstöðina. Lautinantinn veitir honum leyfið og viðurkennir þá um leið að þetta hafi í raun verið regla herstöðvarinnar; annars hefði hann ekki þurft að veita leyfi. Hermaðurinn er á sama tíma að viðurkenna regluna með því að biðja um leyfið. Þannig sannar þessa eina undantekning regluna.
:: Atli 19:15 [+] :: ::
...
Þið þarna sem eruð með mér í hljómsveitinni sem átti að heita Status Quo: Hvað finnst ykkur um nafnið The Man With The Golden Pun? Hahahahahahahahahahahahahahahahahaha......
:: Atli 01:03 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, mars 03, 2004 ::
1. Kallinn (ég) var bara að dæma Bekeví niðrí Verzló. Undanúrslit og ég dæmdi barasta jafntefli upp á stig. Svoleiðis hef ég aldrei gert áður.
2. Ég komst að þeirri spennandi staðreynd að ég mun taka stigspróf nk. mánudag, en Morfís-undirbúningur hefst nú um helgina. Þetta verður skrautlegt.
3. Hversu sad keis er það að skorið sé niður í heilbrigðiskerfinu, en um leið veitt peningum í einhverja helvítis Víkingasveit. Hver þarf á henni að halda?
4. Ég er búinn að setja upp nýja könnun, í fyrsta sinni síðan í desember. Ég hvet ykkur til að taka þátt hérna til vinstri.
5. Ætli það sé ekki best að það verði gert opinbert hér og nú að sambandi mínu til tveggja ára við Svölu er lokið. Og nei, það hafði engin tengsl við sl. árshátíð.
:: Atli 19:31 [+] :: ::
...
:: þriðjudagur, mars 02, 2004 ::
Á forsíðu DV í gær er umfjöllun um lögreglunema sem var vísað úr lögregluskólanum fyrir að þiggja munnmök undir borði á Hverfsibarnum. Þetta er náttúrulega hlæigilegt mál, fyrst og fremst. En það sem mér þykir sérkennilegast er að félagar nemans tóku þá ákvörðun að segja til hans - með þeim afleiðingum að hann hafi verið rekinn. Hvers konar vinir, eða skólafélagar eru það sem klaga svona, já ég vil meina spaugilegt, atvik í skólastjórann? Hvers konar partípúpers eru þetta? Af hverju var þetta ekki bara þannig að á mánudeginum sögðu þau við hann: „Djöfull varst þú fullur á föstu/laugardaginn, maður, bara kallinn tottaður undir borðið, maður, djöfullinn maður, þú ert nú meiri sprelligosinn, sjitt...hahahaha“ Þetta þykja mér mun eðlilegri og vinalegri viðbrögð. En það er nú bara ég.
Plötur seinustu daga:
M83: Dead Cities, Red Seas and Lost Ghosts
Love: Forever Changes
Ulrich Schnauss: A Strangely Isolated Place
Simon & Garfunkel: The Graduate
Prefuse 73: One Word Extinguisher
Rjd2: Deadringer
Outkast: Speakerboxxx/The Love Below
John Coltrane: A Love Supreme
Super Furry Animals: Out Spaced
Sonic Youth: Murray Street
Pavement: Slanted & Enchanted
The Rapture: Echoes
Franz Ferdinand: Franz Ferdinand
o.fl...
:: Atli 22:52 [+] :: ::
...
|