|
:: þriðjudagur, október 25, 2005 ::
Finnst engum öðrum að Fréttablaðið hefði bara átt að halda sig við bleika hausinn? Fokka aðeins í þessu hefðbundna, ljóta, karlmiðaða formi sem svo til allir fjölmiðlar byggja á? Og hvað er síðan málið með sviðsmyndina í Kastljósi? Damn, hvað hún er ljót.
Plötur Animal Collective: Here Comes the Indian Paul McCartney: Chaos and Creation in the Backyard
:: Atli 10:10 [+] :: ::
...
:: mánudagur, október 24, 2005 ::
Mér barst kóment:
Atli, þessi síða er orðin einhver ömurlegt auglýsingasetur fyrir þig og það sem að þér finnst verðugt að benda á.
Svo virðist sem að þú nennir einfaldlega ekki lengur að skrifa um hluti sem þú sást og langar að sjá og gera, heldur skellir bara inn auglýsingu, einni línu eða mynd og skellir hurðinni á eftir þér.
Það er virkilegt sorglegt að horfa uppá þetta því þessi síða á sér fleiri aðdáaendur en þú heldur. Ég tel líka að það sé betra að vera ekkert að halda uppi keipdúnknum ef maður getur ekki gert það almennilega.
kv, Gamall aðdáandi keipdúnksins
Ég þakka ábendinguna.
Ég er að sjálfsögðu fullkomlega meðvitaður um slök gæði keipdúnksins upp á síðkastið. Þann 13. júlí sl. ritaði ég meiraðsegja á þessa síðu: „Ég veit að það er frekar cheap að breyta blogginu sínu í auglýsingamiðstöð fyrir eigin tónleika...“
Svo ég segi satt þá er ég upp með mér að einhver skuli hugsa svona fallega til keipdúnksins og bera hag hans fyrir brjósti. Það gæðir skrif mín sl. ár aukinni merkingu. Sú staðreynd að mínar vangaveltur og frásagnir af eigin lífi skipti einhvern annan máli snertir mig á djúpstæðan máta.
Ástæðan fyrir fæð og smæð færslanna að undanförnu er einföld: tímaskortur. Þegar svo er komið að maður er í fullu námi og fullu starfi (eins og allan september mánuð og hálfan október mánuð), við vinnslu á breiðskífu, í pólitískum félagasamtökum, auk þess að skrifa greinar, pistla, gagnrýni og umfjallanir fyrir ýmsa prent- og vefmiðla, þá er ekki mikill tími á lausu til þess að blogga. Sérlegir aðdáendur keipdúnksins geta að sjálfsögðu leitað uppi aðra texta eftir mig (í Stúdentablaðinu, Málinu, Morgunblaðinu, Röskvufréttum, Rjómanum.is) en ég geri mér grein fyrir því að það efni er af öðrum toga og ekki jafn aðgengilegt, ekki jafn persónulegt og ekki jafn títt og þegar keipdúnkurinn hefur verið upp á sitt besta.
Þetta þýðir þó ekki að keipdúnkurinn sé liðinn undir lok - síður en svo. Færslutíðni hefur komið í bylgjum allt frá því að ég hóf bloggun. Þessar vikur eru einungis lægð á annars öflugum ferli - getum við ekki verið sammála um það? Hver veit nema þetta sé lognið á undan storminum? Bloggformið er skemmtilegt og ég hyggst ekki leggja það á hilluna alveg strax. Fyrir þá allra þyrstustu bendi ég á arkívin hér til vinstri, og fyrra blogg mitt á atlib.blogspot.com. Ég er búinn að steingleyma hvers vegna ég skipti um slóð á sínum tíma.
Ég vona að þú, kæri aðdáandi, takir þessa afsökunarbeiðni mína og skýringu til greina og hugsir hlýtt til keipdúnksins, því við vitum að þrátt fyrir að hann hafi verið „ömurlegt auglýsingasetur“ sl. 6 vikur þá hefur hann átt góðar syrpur sem standa fyrir sínu óháð núverandi ástandi. Ég er því ósammála þér með að keipdúnkinn eigi að taka niður þó á móti blási.
E.S. Belle & Sebastian DVD diskurinn minn er fundinn.
Plötur dagsins í dag Wilco: Yankee Hotel Foxtrot Paul McCartney: Chaos and Creation in the Backyard Gert Wilden & Orchestra: Schulmädchen
:: Atli 01:10 [+] :: ::
...
:: laugardagur, október 22, 2005 ::
Ekki gleyma: Nortón á Iceland Airwaves 2005. Í kvöld kl. 21:00 á Pravda. Mætið tímanlega.
:: Atli 18:02 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, október 19, 2005 ::
Opnar í dag.
:: Atli 13:47 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, október 12, 2005 ::
Ef þú heilsar mér á götum úti - þá er þér boðið. Jafnvel þó þú heilsir mér ekki, en ert velunnari keipdúnksins, þá er þér boðið. Ég er ekki að grínast, vonast nefnilega til að stefna þarna saman nær öllum sem ég þekki.
Sjáumst á föstudaginn.
:: Atli 01:37 [+] :: ::
...
|