|
:: sunnudagur, desember 25, 2005 ::
Gleðileg jól og allt það, ég segi ykkur kannski frá því hvernig ég er búinn að hafa það þegar ég nenni. Þangað til skuluð þið fara yfir á metacritic.com og skoða árslista. Það er ógeðslega gaman. Frá og með morgundeginum getið þið líka skoðað árslista Rjómans.is, þó að hann eigi ekkert sérstaklega mikið skylt við minn persónulega árslista.
Hvað ætlarðu annars að gera um áramótin?
:: Atli 15:33 [+] :: ::
...
:: laugardagur, desember 17, 2005 ::
Orsakatengsl
Í gær lauk ég við síðustu ritgerðina mína. Í dag er ég eitthvað órólegur í maganum.
:: Atli 14:55 [+] :: ::
...
:: sunnudagur, desember 11, 2005 ::
Í þessum skrifuðu orðum er ég í heimaprófi í feminískum bókmenntarannsóknum. Ég er að lesa greinina „Castration or decapitation?“ eftir Hélène Cixous og á mjög erfitt með að stilla mig um að flissa, allavega kíma, við lestur eftirfarandi setninga:
Take Little Red Riding Hood as an example: it will not, I imagine, be lost on you that the "red riding hood" in question is a little clitoris. Little Red Riding Hood basically gets up to some mischief: she's the little female sex that tries to play a bit and sets out with her little pot of butter and her little jar of honey.
Plötur Of Montreal: The Sunlandic Twins Shining: In The Kingdom Of Kitsch You Will Be A Monster Serena Maneesh Field Music Art Brut: Bang Bang Rock and Roll Boards of Canada: The Campfire Headphase Franz Ferdinand: You Could Have it so Much Better Danger Doom: The Mouse and the Mask Benni Hemm Hemm Architecture in Helsinki: In Case We Die Anthony and the Johnsons: I am a Bird Now M83: Before the Dawn Heals Us Fiery Furnaces: EP Mogwai: Government Commissions Orange Juice: The Glasgow School Animal Collective: Feels Super Furry Animals: Love Kraft Keith Fullerton Whitman: Multiples I am Robot and Proud: Grace Days Total 6 (Kompakt) Bright Eyes: I'm Wide Awake, It's Morning The Books: Lost and Safe Stars of the Lid: Tired Sounds of...
:: Atli 15:30 [+] :: ::
...
:: laugardagur, desember 10, 2005 ::
Kæru gestir. Verið velkomin á þessa athöfn, en hér á eftir munum við tilkynna hverjir hljóta tilnefningu til keipdúnksku vefverðlaunanna árið 2005. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt, og ef ekki hefði verið fyrir stuðning bakhjarla okkar - Símans, KB Banka og viðskiptaráðuneytisins - þá hefðu verðlaunin aldrei orðið að veruleika. Gefum þeim gott klapp.
Akademían hefur tilnefnt fjórar vefdagbækur í hverjum flokki. Flokkarnir eru besta blogg karla og besta blogg kvenna, besti nýliðinn og besta útlit. Aðgreiningin í karlablogg og kvennablogg kann að stinga í augun, en ástæðan fyrir flokkunum er einföld: það er einfaldlega svo mikið af frábærum bloggum þarna úti! Eftir miklar vangaveltur komumst við að því að blogg er ekki hægt að flokka niður í tegundir, eða stefnur, þ.e.a.s. pólitík, dagbók, grín, myndir, menning og listir o.s.frv. vegna þess að það sem gerir bloggmiðilinn einmitt svo sérstakan er hversu opið formið er. Bloggari þarf ekki að fylgja einni ákveðinni línu í skrifum sínum og getur flakkað frjálslega á milli flokka.
Tilnefningarnar eru:
Besti nýliðinn Ariel D. Járn delerar og fabúlerar (Ari Eldjárn) Erlendar Frjettir (Orri Jökulsson, Bryndís Björgvinsdóttir) eigðu með mér samveru (Grétar Halldór Gunnarsson)* Tímamótablogg Árna (Árni Kristjánsson)
Besta útlitið Þorleifur Örn skrifar blogg (Þorleifur Örn) k r u m m i (Hrafn Jónsson) Danaveldi ríkir yfir vefsetri Stóra Jóns (Jón Kristján Kristinsson) Allt sem skiptir engu máli (Ragnheiður Sturludóttir)
Besta blogg (konur) Hvar er hjólið mitt? (Erla Elíasóttir) Glamúrgellan (Brynhildur Bolladóttir) Kapteinn Katrín (Katrín Björgvinsdóttir) blogmouth strikes again (Júlía Hermannsdóttir)
Besta blogg (karlar) Blogg Orra Tómassonar (Orri Tómasson) Ráðlagður dagskammtur (Steingrímur Karl Teague) Stígur misbýður sjálfum sér (Stígur Helgason) Annaðhvort/Eða (Jökull Sólberg Auðunsson)
Verðlaunin verða síðan veitt við hátíðlega athöfn milli jóla og nýárs. Við ætlum að nota tækifærið og kynna opinberan tilnefningarstimpil verðlaunanna, en hann lítur svona út:

Það er von okkar að keipdúnksku verðlaunin geti orðið að árvissum viðburði.
Og með þessum orðum vil ég biðja ykkur um að gjöra svo vel og fá ykkur af þessum stórkostlegu veitingum sem bakhjarlarnir hafa útbúið.
Takk fyrir.
*Grétar bloggaði áður á annarri slóð, en þar sem meira en eitt ár var liðið frá síðustu færslu þar skar akademían úr um að hann væri að hefja bloggun á ný, skv. skilgreiningu akademíunnar um dauða bloggs (§3.12).
:: Atli 17:17 [+] :: ::
...
Vil bara minna á það að við Unnur Birna (aka UNGFRÚ HEIMUR) erum á „hæ“-level. Við höfum verið full saman á strætum Kaupmannahafnar.
Bara svo það sé á hreinu.
Til hamingju með titilinn Unnur, þetta á vafalítið eftir að verða viðburðaríkt ár hjá þér.
:: Atli 16:34 [+] :: ::
...
:: föstudagur, desember 09, 2005 ::
Ég tala mjög mikið við sjálfan mig og hef alltaf gert. Mér finnst það eðlilegasti hlutur í heimi og það er raunar ekki svo langt síðan ég gerði mér grein fyrir því að þetta er ekki eitthvað sem allir gera. Ég tala helst við sjálfan mig þegar ég er úti að labba. Þá reyni ég gjarnan að sjá fyrir mér aðstæðurnar sem ég er á leiðinni í og leika þær, spá fyrir um hvernig samtalið muni æxlast. Oft er ég líka í einhverjum dagdraumum, ímynda mér að ég sé orðinn fræg rokkstjarna og sé í viðtali hjá Q eða eitthvað.
Ég tala líka við sjálfan mig þegar ég er einn heima. Það er aðeins annars eðlis, meira svona almennt að hugsa upphátt. En mjög skýrt, ég ber einhverja tillögu undir sjálfan mig, velti henni fyrir mér upphátt, og svara mér síðan.
Er ég skrítinn, eða óeðlilegur, vegna þessa?
Til að fá svar við þessari spurningu ætla ég að skipta um könnun hér til vinstri, en spurningin „bloggar þú“ er búin að vera uppi heillengi. Niðurstöður hennar voru á þá leið að 54% þeirra sem lesa þetta blogg blogga sjálfir. 23% sem lesa það blogguðu einhverntímann, en eru hættir því. Önnur 23% hafa aldrei bloggað. Þetta er ansi hátt hlutfall bloggara að mínu mati, alls 77% sem hafa haft eða eru með blogg. Alls tóku 270 þátt í könnuninni.
Og að lokum vil ég bæta einum jólalagapakka við. Belle & Sebastian: John Peel Christmas Party 18. desember 2002
:: Atli 18:19 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, desember 08, 2005 ::
Orri frændi, við lékum heldur betur á einkennisklæddu mennina! Ég skal koma pökkunum til krakkana. Ef ég þekki þau rétt þá verða þau alveg himinlifandi.
Kær kveðja, Atli
:: Atli 16:11 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, desember 07, 2005 ::
Ég er í jólaskapi. Af því tilefni ætla ég að hrúga á ykkur jólalögum:
Jólasafnskífan Stúfur er komin aftur í dreifingu. Í fyrra söfnuðust rétt tæpar 100.000 krónur handa Mæðrastyrksnefnd og nú er bara að gera enn betur.
Lagalistinn er svona: 1. Ókind – Jólakötturinn 2. Hermigervill – Jólasull 3. Topless Latino Fever – Göngum við í kringum 4. Doddi – White Christmas 5. Lokbrá – Ó helga nótt 6. Atli & - Ristaðar kastaníur 7. bob – Clowns in Christmastown 8. Isidor – Jóla-jólasveinn 9. Hjaltalín – Mamma kveikir kertaljós
Einsog þið sjáið þá er hægt að hala niður lagi Ókindar og laginu mínu. Þau eru ansi ólík, þó jólalegur bjölluhljómur Rhodes-píanósins leiki stóra rullu í þeim báðum. Í raun er glæpur að kaupa ekki Stúf því hún kostar 1500 krónur, og maður er að gera góðverk og styðja við bakið á ungum listamönnum.
Þetta næsta fann ég einhverntímann í ár, en þorði ekki að hlusta á fyrr en núna. Sumt er flott, annað ekki jafnflott, en það er gaman að þessu öngvu að síður. Athugið að þetta eru þrjár EP-plötur, 24 lög allt í allt.
Sufjan Stevens Hark! Songs For Christmas Volume 1 Hark! Songs For Christmas Volume 2 Ding Dong! Songs For Christmas Volume 3
Að lokum eru tvö jólalög sem við Leó gerðum einhverntímann. Hið fyrra er sennilega fjögurra eða fimm ára gamalt, búið til á Amiga tölvu með freeware forritinu Music-X, hljóðgervlana JUNO 106, Kawai K4 og Casio FZ-01 hljóðsmala. Ég er mjög hrifinn af polka-kaflanum í miðjunni, þar sem lagið skiptir um tóntegund í hverjum takti. Hið síðara er tveggja ára gamalt, og í sérstöku uppáhaldi hjá mér fyrir almenn kjánalegheit, hallærisleg strengjahljóð og að sjálfsögðu TR-808 trommuhljóðin.
Atli & Leó - Klukknahljóm Atli & Leó - Have Yourself a Merry Little Christmas
Vona að þetta lífgi upp á jólaandann í ykkur. Ef 28 jólalög gera það ekki, þá veit ég ekki hvað ætti að gera það.
:: Atli 11:02 [+] :: ::
...
:: þriðjudagur, desember 06, 2005 ::
Svona í tilefni af því að ég er sveittur við lestur og ritgerðaskrif má ég til með að benda ykkur á tvær heimasíður sem eru nokkuð magnaðar.
Annars vegar eru það Erlendar frjettir Orra og Bryndísar frá Kanada. Bloggið er afskaplega líflegt og gjarnan ríkulega myndskreytt. Af ókunnum ástæðum hef ég vanrækt þá skyldu mína að gera ykkur grein fyrir þessu frábæra bloggi.
Hins vegar er það Pandora.com sem DNA benti mér á. Þar slær maður inn nafn einhvers tónlistarmanns eða lags sem maður fílar og Pandora spilar fyrir mann svipaða tónlist. Maður gefur síðan álit sitt (ég fíla þetta, ég fíla þetta ekki) og hún heldur áfram að móta playlistann eftir því sem maður segir. Þetta virkar frekar vel og það eru meira en 300.000 lög inni í þessum gagnagrunni. Svo eru lýsingarnar á lögunum alveg kafli útaf fyrir sig.
:: Atli 10:38 [+] :: ::
...
:: föstudagur, desember 02, 2005 ::
Ég þori ekki að hjóla heim því ég er búinn að týna vettlingunum mínum og það er ógeðslega kalt úti.
:: Atli 19:31 [+] :: ::
...
|