:: keipdúnkur atla bollasonar ::

:: velkomin :: bollason[hja]gmail.com :: plotusafn (gamalt) ::
[::..tenglar..::]
:: bolladóttir [>]
:: brissó [>]
:: tobbi túkall [>]
:: pjotr-beikon [>]
:: oddur [>]
:: halastjarnan erla [>]
:: steini teague [>]
:: kalli (aka sverrir) [>]
:: bragi málefnalegi [>]
:: heklurnar [>]
:: sandra sello [>]
:: dagga [>]
:: orri tomasson [>]
:: atli vidar [>]
:: doddeh [>]
:: doktor sindri [>]
:: daily photo [>]
:: ragga sturlada [>]
:: baldur.april.is [>]
:: alma [>]
:: stígur lýgur [>]
:: krummi [>]
:: heilagur hrafn [>]
:: dagar puka [>]
:: the big jko [>]
:: sólveig helgabarn [>]
:: kpt. kata litla [>]
:: sólberg [>]
:: steindór [>]
:: kommóðan [>]
:: biggi [>]
:: frikki [>]
:: herra garðar [>]
:: steinþór helgi [>]
[::..gamalt..::]
12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 10/01/2003 - 11/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008 01/01/2008 - 02/01/2008 02/01/2008 - 03/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 08/01/2008 - 09/01/2008 09/01/2008 - 10/01/2008 01/01/2009 - 02/01/2009 02/01/2009 - 03/01/2009 04/01/2009 - 05/01/2009 12/01/2009 - 01/01/2010

:: mánudagur, febrúar 26, 2007 ::

Jæja, þá er Fjalakötturinn farinn af stað. Það eru búnir að vera smá tæknilegir og annarskonar örðugleikar núna fyrstu sýningarhelgina (sýningarvélin hefur ekki náð nema rétt tæpum 23 römmum á sekúndum með tilheyrandi óeðlilegri radddýpt og ögn lengri sýningartímum, það kom í ljós að Trönurnar fljúga er með ensku tali - ekki enskum texta) en þetta verður líklegast allt komið í lag fyrir næsta sunnudag, svo það er um að gera að skrá sig: www.filmfest.is, bara 4000 kr. fyrir ca. 30 myndir, nýjar og gamlar.

:: Atli 19:17 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, febrúar 21, 2007 ::
Ég hafði víst ástæðu til að óttast.

Harði diskurinn í tölvunni minni, sem var keypt 21. júlí síðastliðinn, gaf sig. Hvers vegna veit enginn, það gæti hafa verið högg, galli, hitabreytingar. Ég held ég geti nokkurnveginn útilokað þetta fyrsta. Starfsmönnunum á verkstæði Apple á Íslandi tókst ekki að bjarga einu einasta bæti.

Þetta kemur verst niður á vinnunni hjá mér, inni á disknum var ótæpilegt magn tölvupóstfanga og tölvupósta sem er erfitt að komast af án. Þá er öll skólavinna síðasta misseris farin, nema það sem ég hafði prentað út. Ég man satt best að segja ekki hvað var þarna inni af sköpun, eflaust ein lúka af ljóðum, en sem betur fer ekki mikil músík.

Nú hefst vinna við að sanka að mér forritum, hlaða inn geisladiskum, endurskrifa texta, leita uppi kontakta, o.fl. o.þ.h. o.s.frv. o.þ.f.e.g.

Svo ætla ég að byrja að bakka reglulega upp.

:: Atli 15:31 [+] :: ::
...
:: laugardagur, febrúar 17, 2007 ::

Þetta er það sem ég er að tala um. Klárlega tveimur of feitt.

Plötur:
Of Montreal: Hissing Fauna, Are You the Destroyer?
Fennesz: Endless Summer; Venice
Super Furry Animals: Mwng
The Shins: Chutes Too Narrow
Arcade Fire: Funeral
Serge Gainsbourg: Initials SG
The Books: Thought for Food
The Boy Least Likely To: The Best Party Ever
Skakkamanage: Lab of Love
Tim Hecker: Harmonies in Ultraviolet
Tropicalia - a Brazilian Revolution in Sound
o.fl.

:: Atli 13:36 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, febrúar 15, 2007 ::
Var að koma heim af El Laberinto del Fauno. Mér fannst nú ekki mikið til hennar koma, þetta er hreinræktuð Hollywood ævintýramynd, nema hún er á spænsku og ögn harðari en almennt er um myndir af þessu tagi. Myndin segir af ungri stúlku sem fer ásamt móður sinni að dvelja hjá nýjum eiginmanni hennar, en hann er herforingi í her fasista (myndin gerist á Spáni árið 1944). Stúlkan flýr hörmungarnar sem hún verður vitni að með því að skapa sér töfraheim álfa og skógarpúka auk þess sem hún gerir sjálfa sig að prinsessu í konungsríki undirheimanna. Inn í þetta fléttast barátta fasistanna við uppreisnarhópa, veikindi móðurinnar o.fl. Myndin drekkir sjálfri sér eiginlega í tæknibrellum og dramatískri tónlist, það sem situr eftir er harðræði fasistanna. Það sem hefði getað orðið áhugavert verður ofhlaðið og fráhrindandi - og mér finnst ótrúlegt að þessi mynd sé með metascore upp á 98, hæsta meðaleinkunn nýlegrar myndar á metacritic.com.

Myndin er sýnd í Græna ljósinu svonefnda, þar þykjast menn geta rukkað meira fyrir gullnu reglurnar þrjár sem eru allar sjálfsagðar hjá siðmenntuðum þjóðum. Þær eru ekki nema þrjár, en samt var ein þeirra brotin - fólk hélt áfram að streyma inn í sal eftir að sýning myndarinnar hófst.

Það er svo sérkennilegt að í Regnboganum og í Smárabíói er hljóðið ekki í lagi. Í áraraðir hefur það verið þannig að það er alltaf einsog verið sé að skipta úr 5.1 yfir í stereó, eða af hátalarakerfi A yfir á B, allavega verður einhver áferðarbreyting á hljóðinu sem hefur brot í för með sér. Þetta tengist myndunum á tjaldinu ekki neitt, eltir ekki klippingar, svo þetta er ekki bundið við filmuna sjálfa (auk þess er þetta í öllum myndum). Þetta er ótrúlega ljótt (sérstaklega þegar mikið er um að vera) og dregur svo mikið úr upplifuninni að mér finnst jaðra við lögbrot að þetta sé ekki lagað. Ég benti reyndar rekstrarstjóra bíóhúsa Senu á þetta einusinni fyrir svona þremur árum síðan og uppskar ekki mikið annað en leiðindi.

Tékkið hinsvegar á Fjalakettinum, nýja kvikmyndaklúbbnum sem byrjar að sýna þarnæstu helgi. James Dean, rússnesk klassík, japönsk erótík, franskar heimilda- og stuttmyndir, kínversk ádeila, þýskt nýjabrum... þetta er alvöru stöff. Sjá: Filmfest.is. Skráning er hafin, sem þýðir að þið getið lagt 4000 krónur út og fengið aðgang að öllum sýningum kattarins fram í maí án þess að borga aftur - alls verða um 25 myndir í boði á rúmlega 12 vikna tímabili svo hér er til mikils að vinna.

:: Atli 00:33 [+] :: ::
...
:: föstudagur, febrúar 09, 2007 ::
Við unnum.

Röskva fékk flest atkvæði og við munum hafa hreinan meirihluta á komandi starfsári. Ég er sannfærður um að þetta mun koma stúdentum mjög vel, loksins fær SHÍ að beita þeim krafti sem í samtökunum búa.

Það var ótrúlega gaman í gær. Gleðin sem braust út þegar tölur lágu fyrir var ótrúleg. Það var sungið og dansað og hoppað og skoppað og talað og faðmast fram undir morgun. Sjálfur svaf ég stuttlega í rauðum sófa í þakíbúð í Austurstrætinu áður en ég tók leigubíl heim klukkan hálfsjö í morgun, röddin í fokki.

Ég vil þakka vinum mínum fyrir veittan stuðning. Þótt ég fái ekki sjálfur að vinna í stúdentaráði í þessari stöðu þá trúi ég því að ég hafi lagt lóð á vogarskálarnar og hjálpað til við að koma okkur svona langt. Fólk má skíta yfir stúdentapólitík einsog það vill, en sannleikurinn er sá að ellefu mánuði á ári fer fram mjög málefnaleg og áhrifarík hagsmunabarátta. Ég held að stúdentar geri sér ekki grein fyrir því hversu miklum árangri við höfum náð nú þegar, og hversu langt við getum náð héðan af.

Til hamingju þið ellefu sem munið sitja í ráðinu. Þetta verður án efa skemmtilegt ár. Til hamingju stúdentar!

:: Atli 20:17 [+] :: ::
...
:: miðvikudagur, febrúar 07, 2007 ::
Kæru háskólanemar (og þið sem eruð skráð í Háskólann án þess að sækja tíma). Ég bið ykkur nú ekki oft um greiða, en í guðanna bænum, kjósiði Röskvu. Þið vitið hversu miklum árangri er hægt að ná, árangur síðasta árs ber vitni um það: Meðmælin og undirritun kennslu- og rannsóknarsamningsins. Skiltið og lóðaúthlutunin. Lesblindugreiningarsjóðurinn. Hækkun námslánanna. SHÍ aftur í umræðunni. Og fleira. Og fleira. Og ef ykkur er skítsama, gerið það þá bara fyrir mig og vini mína. Kjördeilidir eru opnar til kl. 18:00 í dag og á morgun. Góð kjörsókn er lykilatriði - við erum ekki neitt neitt án ykkar.

Kem aftur til jarðarinnar á föstudaginn.

:: Atli 16:01 [+] :: ::
...
:: sunnudagur, febrúar 04, 2007 ::
Á fullri ferð fyrir rétt rúmu ári síðan:

Síðasta færsla hefur augljóslega orðið að umtalsefni á spjallþræði Vöku ef marka má fjölda heimsókna gegnum vaka.null.is (læst síða).

Spilaði póker við Hrafnkell og Leó í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem ég prófa þetta, og mikið sem mér finnst þetta gaman. Ég á eflaust eftir að eyða ófáum kvöldunum við pókeriðkun í nýju íbúðinni sem við Svala vorum að kaupa okkur að Njálsgötu 31a.

:: Atli 13:26 [+] :: ::
...
:: föstudagur, febrúar 02, 2007 ::
Smá StúPó: Vaka kom í tíma til mín í dag og var spurð hvort þau væru „hægri sinnuð; Sjálfstæðismenn.“ Nei, var svarið, einsog það sé bara óheppileg tilviljun að

a) hérumbil öll stjórnin í SUS og Heimdalli sé skipuð fyrrum Vökuliðum,
b) Vaka sé aðili að Nordens Konsvervative Studentunion (NKSU) - eða samtökum íhaldssamra stúdenta á Norðurlöndum,
c) það sé sérstaklega talað um það í málefnaskrá Vöku að það þurfi að líta á stúdenta í auknum mæli sem neytendur og Háskólann sem þjónustuaðila (finn ég lykt af skólagjöldum?),
d) þau séu harðir andstæðingar femínisma,
e) og allir viti að Vaka sé til hægri og Röskva til vinstri.

Þá er ótrúlegt að heyra þau tala um InnoVit einsog það tengist Stúdentaráði eitthvað. Þetta er einhver einkaframkvæmd formanns Vöku - hann á meiraðsegja einkaleyfi (e. copyright) á nafninu/lógóinu - og lagði hugmyndina fram á síðasta stúdentaráðsfundi, fullunna, og mér sýnist að hugmynd mín um að verkefnið verði þróað áfram í vinnuhópi á vegum SHÍ verði virt að vettugi. Fín hugmynd, en álíka tengd Vöku og SHÍ og það tengist Röskvu að ég spili í Sprengjuhöllinni, eða Kári í Benna Hemm Hemm, eða við báðir í Nortón. Kannski við ættum að taka það upp á fundi?

Ball á Hressó í kvöld, það gekk vel í Popplandi, tékkið á ruv.is ef þið viljið heyra.

:: Atli 17:41 [+] :: ::
...
:: fimmtudagur, febrúar 01, 2007 ::
Mikil músík síðustu daga. Fór í fimmtugsafmæli Árna Matt á þriðjudaginn. Þemað þar var „músíktilraunir“ - þ.e.a.s. tilraunir þar sem ólíkri tónlist var brætt saman. Þannig léku Forgotten Lores og Gavin Portland saman, og Kira Kira lék með We Made God. Þetta var skemmtilegt en einsog gefur að skilja var meirihluta atriðina fremur lítið æfður og „djammlegur“ fyrir vikið. Bræðingur Benna Hemm Hemm og Mínus var þó mjög vel heppnaður - ég man ekki eftir svona miklum hávaða síðan á Pan Sonic tónleikunum í Hafnarhúsinu. Risaeðlan, Funkstrasse og HAM komu allar saman og skiluðu skemmtilegu verki; ég þarf augljóslega að kynna mér tónlist Risaeðlunnar betur.

Í gærkvöldi fór ég síðan á íslensku tónlistarverðlaunin. Tilnefningarnar voru náttúrulega ansi sérstakar (fyrrnefndur Árni Matt benti á fáránlegan „rökstuðning“ dómnefndar í eftirminnilegum listapistli í Mogganum)(Hvar voru Ben Frost og Nico Muhly?), en þetta var ágætt; atriðin mörg góð þótt að Friðrik Ómar og Guðrún Gunnars hafi tekið óbærilega langa syrpu í miðri athöfn. Pétur Ben átti mjög góðan performans, sömuleiðis Víkingur Heiðar. Partí á eftir sem virkaði einhverra hluta ekki á mig og því var ég kominn heim fyrir miðnætti.

Sprengjuhöllin leikur í Popplandi á morgun, svo þið skuluð endilega tjúna inn á Rás 2 klukkan þrjú á morgun og hlusta á fimm fersk popplög.

:: Atli 21:52 [+] :: ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
:: gestir ::
Weblog Commenting by HaloScan.com