|
:: miðvikudagur, maí 07, 2008 ::
Góðar fréttir handa nördunum. Ég er að vinna í því að uppfæra tengilinn hér að ofan sem heitir „plötusafn“. Það var síðast gert snemma árs 2004, eða fyrir rúmum fjórum árum. Þetta ætti að vera komið í gagnið einhverntímann í júní. Er einhver sem kann vel að porta excel skjöl yfir í html, eða birta excel skjöl skemmtilega á vefnum?
:: Atli 00:09 [+] :: ::
...
:: sunnudagur, maí 04, 2008 ::
Það er svona aðeins farið að skýrast hvaða plötur standa upp úr á árinu. Ég held að nýja Portishead platan sé það besta sem ég hef heyrt hingað til. Hún er svo ógeðslega þung, hún er svo dökk og drungaleg og full af örvæntingu og vonleysi, en samt svo falleg og áheyrileg. Ég hlusta á hana aftur og aftur og aftur í röð, eitthvað sem ég hef ekki gert við margar plötur síðustu árin.
Á hinum enda tilfinningarófsins er svo Vampire Weekend platan. Hún er alveg fáránlega skemmtileg.
Svo er von á Islands, Black Kids, My Morning Jacket. Hvað er fleira áhugavert í pípunum?
:: Atli 22:36 [+] :: ::
...
|